RóSu 2017

Róttæki Sumarháskólinn 2017 verður haldinn dagana 14.-20. ágúst í Múltí Kúltí á Barónsstíg 3, 101 Reykjavík. Inngangur með ramp er innarlega hægra megin við húsnæðið og er salernið með aðgengi fyrir þau sem nota hjólastóla.

Í ár verður boðið upp á fjölbreytt og áhugavert efni eins og fyrri ár en alls eru 17 námsstofur sem verður lýst nánar í þessu skjali. Af sautján námsstofum verða fimm á ensku og ein til viðbótar verður með enskum texta en lýsingarnar á þeim eru jafnframt á ensku. Lengd allra námsstofa er 1 klukkustund og 45 mínútur.

Á RóSu 2017 verður boðið upp á mat, líkt og í fyrra, í sérstöku matarhléi sem yfirleitt verður milli 19:15 og 20:00. Maturinn verður ókeypis og framreiddur af sjálfboðaliðum úr vistvænum hráefnum. Ef maturinn klárast er stutt fyrir gesti að fara á matsölustaði eða verslanir í nágrenninu, t.d. í 10-11 sem er hinum megin við götuna við Múltí Kúltí.

Líkt og áður verður tekið við frjálsum framlögum til að eiga fyrir ýmsum kostnaði, sér í lagi vegna plakatagerðar, vefhýsingar og matar. Langtímamarkmið fjáröflunarinnar er að færa út kvíar RóSu, til dæmis með því að bjóða erlendum fyrirlesara eða að geta fært hluta af starfseminni út á land.

Framkvæmdahópur sem skipaður var í kjölfar RóSu 2016 annaðist skipulagningu Róttæka Sumarháskólans 2017. Í honum sitja Sólveig Anna Jónsdóttir, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Pontus Järvstad, Berglind Rós Gunnarsdóttir, Jón Bragi Pálsson, Pétur Stefánsson og Tómas Ævar Ólafsson

Námsstofulýsingar

Námsskrá

Stundaskrá

Um umsjónarfólk námsstofa

Posted in Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

RóSu 2017 : Óskum eftir ræðufólki/fyrirlesurum – Open call for speakers/lecturers

Ert þú með góða hugmynd að málstofu, fyrirlestri eða vinnustofu? Róttæki Sumarháskólinn verður haldinn dagana 14.-20. ágúst 2017, í Reykjavík. Við erum að leita að fólki sem er tilbúið að taka þátt í þessu skemmtilega og mikilvæga starfi. Ef þú ert með góða hugmynd að efni sem þig langar að fjalla um í Róttæka Sumarháskólanum hvetjum við þig til að lesa stefnu skólans(hér) og senda okkur svo tölvupóst á sumarhaskolinn@gmail.com með upplýsingum um þig og efnið. Skilafresturinn er 10. júní. Öllum verður svarað. Við hlökkum til að heyra frá þér!

Do you have a good idea for a seminar, lecture or workshop? The Radical Summer University will be held August 14th-20th 2017, in Reykjavík. We are looking for people who are interested in joining us in this fun and important work. If you have a good idea for a topic you would like to cover at the Radical Summer University, we encourage you to read the school’s guiding principles(here) and send us an email to sumarhaskolinn@gmail.com with information about yourself and the subject matter. The deadline is June 10th. We will answer all e- mails. We look forward to hearing from you!

Posted in Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Dagskráin hefst í dag, mánudaginn 8. ágúst.

Þá er komin að upphafi Róttæka Sumaháskólans 2016 en dagskráin hefst í dag kl 17:30.

Námsstofulýsingar, stundaskrá, námsskrá og upplýsingar um umsjónarfólk námsstofa er m.a. að finna í flettilistanum undir “RóSu 2016″.
flettilisti2

Posted in Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Við kynnum RóSu 2016 – Presenting RóSu 2016

Róttæki sumarháskólinn er haldinn í 6. skipti í ár, frá 8 – 14. ágúst. Eins og áður er þátttaka í skólanum með öllu ókeypis.

Í Róttæka sumarháskólanum 2016 verður boðið upp á fjölbreytt og áhugavert efni. Alls verður boðið upp á 13 námsstofur en 5 þeirra verða á ensku og eru lýsingarnar á þeim jafnframt á ensku. Lengd flestra námsstofa er 1 klukkustund og 45 mínútur en þrjár þeirra ná yfir meira en eina kennslustund.

Staðsetningin í ár er ný og verður RóSu 2016 haldinn í húsnæði Háskólans á Bifröst, við Suðurgötu 10, 101 Reykjavík. Fullt aðgengi er í húsnæðinu. Á RóSu 2016 verður boðið upp á mat, líkt og í fyrra, í sérstöku matarhléi sem yfirleitt verður milli 19:15 og 20:00. Maturinn er ókeypis, úr rusluðum hráefnum og framreiddur af sjálfboðaliðum Líkt og áður verður tekið við frjálsum framlögum til að eiga fyrir ýmsum kostnaði, sér í lagi vegna auglýsinga, plakatagerðar og vefhýsingar. Langtímamarkmið fjáröflunarinnar er að færa út kvíar RóSu, til dæmis með því að bjóða erlendum fyrirlesara eða að geta fært hluta af starfseminni út á land.

Þann 4. ágúst, kl. 21:00, verða styrktartónleikar RóSu 2016 haldnir á Gauknum. Á tónleikunum koma fram ÍRiS, Just Another Snake Cult, Grúska Babúska og Dauðyflin. Miðaverð er 1.000 kr og hljómsveitirnar gefa allar vinnu sína.

Framkvæmdahópur RóSu annaðist skipulagningu Róttæka sumarháskólans 2016. Í honum sitja Berglind Rós Gunnarsdóttir, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Jón Pálsson, Pétur Stefánsson, Pontus Järvstad og Sólveig Anna Jónsdóttir.

—ENGLISH VERSION—

The Radical Summer University will be held for the 6th time this year, from August 8th – August 14th. Like always, attendance is completely free.

The Radical Summer University 2016 will offer diverse and interesting courses. While the school is in session 13 lectures and workshops will be held, 5 of them in English. Most classes are 1 hour and 45 minute session but this year 3 classes will have longer sessions.

This year the school will be held at the University of Bifröst housing, at Suðurgata 10, (near City Hall) 101 Reykjavík. The location is fully accessible.

RóSu 2016 will offer free food, during the dinner break, usually between 19:15 and 20:00. The food is vegan and prepared by volunteers.

RóSu 2016 will accept donations to cover various costs that arise due to advertising, poster printing and housing of the schools webpage. The long time goal with seeking donations is to be able to get speakers from abroad and have some classes in the countryside.

On August 4th a benefit concert for RóSu 2016 will be held at Gaukurinn where ÍRiS, Just Another Snake Cult, Grúska Babúska and Dauðyflin will perform. The admission fee is 1.000 ísl kr., with all proceeds going directly to the Radical Summer University.

In the Radical Summer University’s Organizing committee for 2016 are Berglind Rós Gunnarsdóttir, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Jón Pálsson, Pétur Stefánsson, Pontus Järvstad and Sólveig Anna Jónsdóttir.

 

Posted in Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Óskum eftir ræðufólki/fyrirlesurum – Open call for speakers/lecturers

Ert þú með góða hugmynd að málstofu, fyrirlestri eða vinnustofu? Róttæki Sumarháskólinn verður haldinn dagana 8.-14. ágúst 2016, í Reykjavík. Við erum að leita að fólki sem er tilbúið að taka þátt í þessu skemmtilega og mikilvæga starfi. Ef þú ert með góða hugmynd að efni sem þig langar að fjalla um í Róttæka Sumarháskólanum hvetjum við þig til að lesa stefnu skólans(hér) og senda okkur svo tölvupóst á sumarhaskolinn@gmail.com með upplýsingum um þig og efnið. Skilafresturinn er 20. júní. Öllum verður svarað. Við hlökkum til að heyra frá þér!

Do you have a good idea for a seminar, lecture or workshop? The Radical Summer University will be held August 8th-14th 2016, in Reykjavík. We are looking for people who are interested in joining us in this fun and important work. If you have a good idea for a topic you would like to cover at the Radical Summer University, we encourage you to read the school’s guiding principles(here) and send us an email to sumarhaskolinn@gmail.com with information about yourself and the subject matter. The deadline is June 20th. We will answer all e- mails. We look forward to hearing from you!

Posted in Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Hvað er anarkismi? / What is Anarchism?

What can Anarchism teach us about the world today? As we see continued political polarization in Europe, North America and the Middle East, the old solutions to social problems are clearly not working. Is there an alternative way? Are we using those ways already without even knowing it?

Come and meet with us at Suðurgata 10, on Sunday 14. February at 13:00-15:30 to talk about anarchism’s past, present applications and possible future paths. The facilities are wheelchair accessible.

See event on facebook.
———————-

Hvað getur anarkismi kennt okkur um heiminn í dag? Eftir því sem við sjáum stig vaxandi pólitískar andstæður í Evrópu, Norður Ameríku og Mið-Austurlöndum verður skýrara að rótgrónar lausnir á vandamálunum eru ekki að virka. Er einhver önnur leið? Erum við hugsanlega nú þegar að nota þær aðferðir sem við þurfum án þess að vita það?

Komdu og hittu okkur á Suðurgötu 10, Sunnudaginn 14. febrúar kl 13:00-15:30 til að ræða um sögu anarkisma, dæmi úr nútímanum og mögulega framtíð. Aðstaðan er með fullu aðgengi.

Sjá viðburð á facebook.

Posted in Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Upptökur 2015

Nú er hægt að nálgast hljóðupptökur af nánast öllum þeim fyrirlestrum sem voru á dagskrá Róttæka Sumarháskólans 2015 hér á síðunni.

Posted in Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Róttæki sumarháskólinn kynnir: Sumardagskrá 2015!

Við kynnum með stolti sumardagskránna 2015!

Í Róttæka sumarháskólanum 2015 verður boðið upp á fjölbreytt og áhugavert efni. Alls verður boðið upp á 13 námsstofur en 3 þeirra verða  á ensku. Staðsetningin í ár er ný og verður RóSu 2015 að þessu sinni haldinn í Múltí Kúltí á Barónstíg 3, 101 Reykjavík sem er steinsnar frá Hlemmi. Fullt aðgengi er í húsnæðinu.

Á RóSu 2015 verður boðið upp á mat, líkt og í fyrra, í sérstöku matarhléi sem yfirleitt verður milli 19:15 og 20:00. Maturinn verður ókeypis og framreiddur af sjálfboðaliðum úr vistvænum hráefnum. Ef maturinn klárast er stutt fyrir gesti að fara niður í 10-11 sem er hinu megin við götuna við Múltí Kúltí.

Líkt og áður verður tekið við frjálsum framlögum til að eiga fyrir ýmsum kostnaði, sér í lagi vegna húsnæðis, matar, plakatagerðar og vefhýsingar.

Posted in Fréttir og tilkynningar | Comments Off

Óskum eftir ræðufólki/fyrirlesurum – Open call for speakers/lecturers

Ert þú með góða hugmynd að málstofu, fyrirlestri eða vinnustofu? Róttæki Sumarháskólinn verður haldinn dagana 10.-16. ágúst 2015, í Reykjavík, líkt og síðustu fjögur ár. Við erum að leita að fólki sem er tilbúið að taka þátt í þessu skemmtilega og mikilvæga starfi. Ef þú ert með góða hugmynd að efni sem þig langar að fjalla um í Róttæka Sumarháskólanum hvetjum við þig til að lesa stefnu skólans(hér) og senda okkur svo tölvupóst á sumarhaskolinn@gmail.com með upplýsingum um þig og efnið. Skilafresturinn er 20. júní. Öllum verður svarað. Við hlökkum til að heyra frá þér!

Do you have a good idea for a seminar, lecture or workshop? The Radical Summer University will be held August 10th-16th 2015, in Reykjavík, just like the last four years. We are looking for people who are interested in joining us in this fun and important work. If you have a good idea for a topic you would like to cover at the Radical Summer University, we encourage you to read the school’s guiding principles(here) and send us an email to sumarhaskolinn@gmail.com with information about yourself and the subject matter. The deadline is June 20th. We will answer all e- mails. We look forward to hearing from you!

Posted in Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Samráðsfundur 5. október: Fundarboð

Vilt þú starfa með Róttæka sumarháskólanum í vetur og næsta sumar? Komdu þá á samráðsfund!

Róttæki sumarháskólinn boðar til opins samráðsfundar sem haldinn verður sunnudaginn 5. október klukkan 14:00 í fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar, Hringbraut 121 (4. hæð).

Fundurinn er opinn öllum og markmið hans er að leggja línur fyrir starfsemina í vetur og næsta sumar, einkum og sér í lagi að safna sjálfboðaliðum til ýmissa spennandi verkefna. Á fundinum verður skipuð stjórn fyrir starfsárið, sem er gert til að fullnægja lagalegum kröfum um félagasamtök, en meiningin er ekki að öll starfsemi RóSu fari í gegnum miðlæga stjórn eða framkvæmdahóp líkt og verið hefur. Þess í stað er stefnt að því að fela einstaklingum og minni hópum umsjón afmarkaðra verkenfna, en halda reglulega opna fundi þar sem samhæfing fer fram og stærri sameiginlegar ákvarðanir teknar.

Við viljum hvetja allt áhugasamt fólk til að íhuga hvort það geti hugsað sér að taka að sér einhver þeirra verkefna sem eru nefnd hér fyrir neðan, upp á eigin spýtur eða í félagi við fleiri. Þessi verkaskipting er engan veginn endanleg, og kann að breyast á fundinum og í starfinu sjálfu þegar líður á veturinn. Fólk má gjarnan koma með tillögur að nýjum verkefnum, og einn og sami hópur eða einstaklingur getur tekið að sér mörg verkefni, o.s.frv.

Við leitum sérstaklega að sjálfboðaliðum í eftirtalin verkefni:

 • Dagskrárstjórn sumardagskrár: Móta og skipuleggja dagskrá sumarsins 2015.
 • Dagskrárstjórn vetrardagskrár: Móta og skipuleggja vetrardagskrá veturinn 2014-15.
 • Kynningarstjórn: Kynning viðburða, fjölmiðlasamskipti, samstarf við önnur félagasamtök um kynningu viðburða.
 • Vefstjórn: Umsjón með heimasíðu, uppfærsla Facebook-síðu, umsjón með póstlista, önnur margmiðlun.
 • Tenging út fyrir Reykjavík: Mynda eða koma á tengslum við hópa utan Höfuðborgarsvæðisins og kanna möguleika á að skipuleggja viðburði þar.
 • Gjaldkeri: Umsjón með fjármálum, skila árlegu uppgjöri, halda utan um frjáls framlög.
 • Fundarritun: Skrá fundargerðir og halda utan um þær, útbúa skýrslu eftir starfsárið.
 • ‘Location manager’: Húsvarsla á viðburðum, umsjón með tækjabúnaði, lyklavöld o.s.frv.
 • Matarstjórn: Umsjón með matargerð á viðburðum, öflun matar með ruslun eða öðrum leiðum.
 • Skemmtanastjórn: Hafa frumkvæði að óformlegum hittingum og skemmtiviðburðum.
 • Pössunarstjórn: Umsjón og skipulagning á barnapössun á viðburðum.
 • Stjórnarseta: Helsta verkefni stjórnar er að boða til reglulegra funda og sjá til þess að upplýsingar flæði milli þeirra sem annast einstök verkefni.

Sjáumst sem flest sunnudaginn 5. október í fundarsal RA að Hringbraut 121, fjórðu hæð!

 

Posted in Fréttir og tilkynningar, Vetrardagskrá 2014-2015 | Comments Off