RóSu 2020: Óskum eftir greinum/efni í tímarit – Open call for articles for a magazine

(english below)
Róttæki Sumarháskólinn kallar eftir greinum og efni til útgáfu á tímariti!

Í fyrsta skipti í 9 ár verður Róttæki sumarháskólinn því miður ekki haldinn með hefðbundnu sniði. Í stað fyrirlestra mun RóSu gefa út veglegt róttækt tímarit og með því halda róttækri umræðu á lofti. Tímarit sem þetta hefur ekki verið gefið út á Íslandi í lengri tíma og er því afar spennandi fyrir róttækt fólk og samtök að taka þátt í útgáfu þess.

Yfirskrift tímaritsins er “Samfélagið og síðkapítalisminn” og köllum við eftir fjölbreyttu róttæku efni m.a. um umhverfismál, heimsvaldastefnu, stöðu flóttafólks, and- kapítalisma, femínisma, baráttu hinseginfólks, verkalýðsmál, ableisma, and-fasisma og and-rasisma.

Tímarit RóSu leitar eftir lengri og styttri greinum, ýmiskonar rýni s.s. bókmennta-, list- og samfélagsrýni að því gefnu að efnið hafi róttækan vinkil. Framlög í formi teikninga eða hvers kyns róttæk list eru einnig velkomin. Eins köllum við eftir umfjöllunum um starfandi róttæk félög og samtök hér á Íslandi. Hámark orðafjölda verður 2000 orð. Gerðar eru kröfur um vel ígrundaðan texta með góðu málfari. Tekið er á móti greinum á íslensku og ensku.

Til þess að taka þátt þarf að senda Róttæka sumarháskólanum tölvupóst með upplýsingum um höfund, efnistök greinar og áætlaða lengd. Umsóknarfrestur er til 1. júlí og fullkláruðu efni skal að skila fyrir 15. ágúst. Áætluð útgáfa tímaritsins er í september 2020 og verður það gefið út á prenti og á rafrænu formi.

Ritstjórn tímarits Róttæka sumarháskólans
sumarhaskolinn@gmail.com

Radical Summer University Magazine – Call for participation!

This summer, the Radical Summer University unfortunately will not take place as usual with the annual week of lectures, discussions and workshops. Instead, a radical magazine will be published and hopefully contribute as a venue for continued radical discussions. A magazine of this kind has not been published in Iceland for several years and therefore it will be an exciting chance for radical people and organizations to join forces.

The theme of this issue will be “Society and Late Capitalism”. We call for participation with a wide range of topics, such as environmental issues, anti-imperialism, refugee rights, anti-capitalism, feminism, queer rights, ableism, union rights, anti-fascism, anti-racism and more.

The Radical Summer University Magazine calls for papers; articles, book- or art-reviews, cultural critique or any kind of radical texts and artworks. We especially call for a review of active radical organizations in Iceland. Maximum length is 2000 words. Texts should be well structured, comprehensible and well-articulated. Texts in Icelandic and English will be accepted.

Those interested in participating with a contribution are asked to send an email to the Radical Summer University with information about the author, the topic of the text and estimated length. The deadline for submissions will be until July 1st, and completed material should be sent in before August 15th. Publication is planned for September 2020, both in print and online.

The organizers of the Radical Summer University,
sumarhaskolinn@gmail.com

Posted in Róttæki sumarháskólinn 2020 | Comments Off

RóSu 2019 : Óskum eftir ræðufólki/fyrirlesurum – Open call for speakers/lecturers

Ert þú með góða hugmynd að málstofu, fyrirlestri eða vinnustofu? Róttæki Sumarháskólinn verður haldinn dagana 26. ágúst – 1. september 2019, í Reykjavík. Við erum að leita að fólki sem er tilbúið að taka þátt í þessu skemmtilega og mikilvæga starfi. Ef þú ert með góða hugmynd að efni sem þig langar að fjalla um í Róttæka Sumarháskólanum hvetjum við þig til að lesa stefnu skólans(hér) og senda okkur svo tölvupóst á sumarhaskolinn@gmail.com með upplýsingum um þig og efnið. Einnig viljum við biðja umsækjendur að rökstyða í örstuttu máli hvernig þeirra umfjöllunarefni samræmist stefnu skólans. Skilafresturinn er 15. maí. Öllum verður svarað. Við hlökkum til að heyra frá þér!

Do you have a good idea for a seminar, lecture or workshop? The Radical Summer University will be held August 26th- September 1st 2019, in Reykjavík. We are looking for people who are interested in joining us in this fun and important work. If you have a good idea for a topic you would like to cover at the Radical Summer University, we encourage you to read the school’s guiding principles(here) and send us an email to sumarhaskolinn@gmail.com with information about yourself and the subject matter. We also ask applicants to explain in few words how their subject is related to our principles. The deadline is May 15th. We will answer all e- mails. We look forward to hearing from you!

 

Posted in Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

RóSu 2018 : Óskum eftir ræðufólki/fyrirlesurum – Open call for speakers/lecturers

Ert þú með góða hugmynd að málstofu, fyrirlestri eða vinnustofu? Róttæki Sumarháskólinn verður haldinn dagana 20.-26. ágúst 2018, í Reykjavík. Við erum að leita að fólki sem er tilbúið að taka þátt í þessu skemmtilega og mikilvæga starfi. Ef þú ert með góða hugmynd að efni sem þig langar að fjalla um í Róttæka Sumarháskólanum hvetjum við þig til að lesa stefnu skólans(hér) og senda okkur svo tölvupóst á sumarhaskolinn@gmail.com með upplýsingum um þig og efnið. Skilafresturinn er 10. júní. Öllum verður svarað. Við hlökkum til að heyra frá þér!

Do you have a good idea for a seminar, lecture or workshop? The Radical Summer University will be held August 20th-26th 2018, in Reykjavík. We are looking for people who are interested in joining us in this fun and important work. If you have a good idea for a topic you would like to cover at the Radical Summer University, we encourage you to read the school’s guiding principles(here) and send us an email to sumarhaskolinn@gmail.com with information about yourself and the subject matter. The deadline is June 10th. We will answer all e- mails. We look forward to hearing from you!

Posted in Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Róttæki vetrarháskólinn

Róttæki sumarháskólinn í samvinnu við Andrými kynnir “Róttæka vetrarháskólann” dagana 11. janúar til 6. febrúar 2018 í Andrými 2. hæð Iðnó, Vonarstræti 3. Fullt aðgengi, ókeypis þáttaka og opið öllum. Nákvæmar upplýsingar um aðgengi í rýminu er að finna hér: https://andrymi.org/adgengileg/

11. janúar, kl 20:00. Af mannfræði (landa)mæra
Í fyrirlestrinum verður farið yfir hvernig mannfræðin hefur fjallað um mæri (e. boundaries) og landamæri (e. borders) fyrr og nú. Gengið er út frá að landamæri ríkja eru í senn sköpuð og skapandi, og skoðað hvernig þau hafa í gegnum tíðina þjónað lykilhlutverki í uppbyggingu þjóða og ríkja. Komið verður inn á viðmiðaskiptin í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana 11.september 2001 og gerð grein fyrir nokkrum áhrifaþáttum sem höfðu mótandi áhrif á þá stefnu sem er rekin við eftirlit og tálmanir á landamærum Evrópu í samtímanum.

16. janúar, kl 20:00. Hústökur/Squatting
Hústökur hafa þó nokkra sögu og hafa tekið á sig ýmsar myndir hér og þar í heiminum. Þessi fyrirlestur er byggður á samtitlaðri BA-ritgerð í félagsfræði við HÍ sem leggur áherslu á hústökur sem róttækar pólitískar aðgerðir. Farið verður yfir ólíkar gerðir hústaka sem hafa fjölbreytt markmið, hvata og einkenni. Nokkur dæmi verða tekin frá Evrópu áður en farið verður í stutta sögu hústaka á Íslandi.
Eftir pásu fáum við tækifæri til að ræða hústökur, varpa fram spurningum, kafa dýpra í ákveðin atriði eða deila reynslu af málefninu, hvort sem það er af nostalgískum, vel heppnuðum aðgerðum eða af þeim vandamálum og basli sem vill stundum fylgja slíkum tilraunum til sköpunar annars konar veruleika.

22. janúar, kl 20:30. Siðferðilegt hjálparstarf: fræðsla og umræður um hjálparstarfstúrisma
TBA

25. janúar, kl 20:00. Heimili án húsnæðis. Ferðir heimilislausra um Reykjavík
Talsvert hefur fjölgað í hópi þeirra sem eru heimilislausir í Reykjavík á síðustu misserum. Í erindinu fjallar Finnur G. Olguson um BS-verkefni sitt í landfræði við Háskóla Íslands, sem beindi sjónum að því hvernig heimilislausir tækjust á við aðstæður sínar og hvaða áhrif þær hefðu á ferðir þeirra í borgarlandslaginu, tengsl þeirra við mismunandi staði og daglega rútínu. Í verkefninu var rætt við þrjár manneskjur sem höfðu verið heimilislausar til lengri tíma og byggt á reynslu þeirra og upplifunum. Að auki verður velt upp ýmsum spurningum varðandi viðhorf samfélagsins til heimilisleysis, úrræði sem heimilislausum standa til boða og hvernig hægt sé að bæta þjónustu við þá.

30. janúar, kl 20:00. Social Anarchist critiques of individualist Anarchism
There are many kinds of anarchist philosophies. Some are more conducive for an anarchist practice than others. This talk will be a philosophical overview of some of the more recent anarchist theories with a critical focus on the “philosophical anarchism” of Robert Paul Wolff. While Wolff brought anarchism back in academic philosophy his thoughts were never really embraced by any anarchist movement. It is too abstract and individualistic to support the kind of voluntary cooperation and social responsibility that is necessary for actual anarchist practice. An anarchist theory needs to put social cooperation first and center.

1. febrúar, kl 20:00. “Að skapa meðvitaðan dauða” Þýðing stjórnmálaheimspeki Albert Camus fyrir 21. öldina.
TBA

6. febrúar, kl 20:00. Innbyrðing kúgunar: Sálrænar afleiðingar af margþættri mismunun
Fatlaðar konur, líkt og aðrir jaðarsettir hópar, upplifa misrétti á grundvelli margra þátta, m.a. kyngervis og fötlunar. Misréttið hefur mikil áhrif á tækifæri kvenna til þess að taka þátt í samfélaginu án aðgreiningar og jafnframt á heilsufar þeirra. Í þessari námsstofu verður fjallað um áhrif margþættrar mismununar á andlega heilsu jaðarsettra hópa en stuðst verður við niðurstöður MA rannsóknar Freyju Haraldsdóttur um efnið. Fjallað verður um innbyrðingu fötlunar- og kvenfyrirlitningar og hvaða áhrif fordómar og mismunun hafa á hugmyndir jaðarsetts fólks um sjálft sig. Einnig verða skoðaðar leiðir til þess að vinna kerfisbundið gegn innbyrðingu hverskyns kúgunar og hvernig fatlaðar konur hafa unnið úr sinni reynslu með það að markmiði að taka vald yfir líkama sínum og lífi.

Plaggat vetur 2018

Posted in Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

RóSu 2017

Róttæki Sumarháskólinn 2017 verður haldinn dagana 14.-20. ágúst í Múltí Kúltí á Barónsstíg 3, 101 Reykjavík. Inngangur með ramp er innarlega hægra megin við húsnæðið og er salernið með aðgengi fyrir þau sem nota hjólastóla.

Í ár verður boðið upp á fjölbreytt og áhugavert efni eins og fyrri ár en alls eru 17 námsstofur sem verður lýst nánar í þessu skjali. Af sautján námsstofum verða fimm á ensku og ein til viðbótar verður með enskum texta en lýsingarnar á þeim eru jafnframt á ensku. Lengd allra námsstofa er 1 klukkustund og 45 mínútur.

Á RóSu 2017 verður boðið upp á mat, líkt og í fyrra, í sérstöku matarhléi sem yfirleitt verður milli 19:15 og 20:00. Maturinn verður ókeypis og framreiddur af sjálfboðaliðum úr vistvænum hráefnum. Ef maturinn klárast er stutt fyrir gesti að fara á matsölustaði eða verslanir í nágrenninu, t.d. í 10-11 sem er hinum megin við götuna við Múltí Kúltí.

Líkt og áður verður tekið við frjálsum framlögum til að eiga fyrir ýmsum kostnaði, sér í lagi vegna plakatagerðar, vefhýsingar og matar. Langtímamarkmið fjáröflunarinnar er að færa út kvíar RóSu, til dæmis með því að bjóða erlendum fyrirlesara eða að geta fært hluta af starfseminni út á land.

Framkvæmdahópur sem skipaður var í kjölfar RóSu 2016 annaðist skipulagningu Róttæka Sumarháskólans 2017. Í honum sitja Sólveig Anna Jónsdóttir, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Pontus Järvstad, Berglind Rós Gunnarsdóttir, Jón Bragi Pálsson, Pétur Stefánsson og Tómas Ævar Ólafsson

Námsstofulýsingar

Námsskrá

Stundaskrá

Um umsjónarfólk námsstofa

Posted in Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

RóSu 2017 : Óskum eftir ræðufólki/fyrirlesurum – Open call for speakers/lecturers

Ert þú með góða hugmynd að málstofu, fyrirlestri eða vinnustofu? Róttæki Sumarháskólinn verður haldinn dagana 14.-20. ágúst 2017, í Reykjavík. Við erum að leita að fólki sem er tilbúið að taka þátt í þessu skemmtilega og mikilvæga starfi. Ef þú ert með góða hugmynd að efni sem þig langar að fjalla um í Róttæka Sumarháskólanum hvetjum við þig til að lesa stefnu skólans(hér) og senda okkur svo tölvupóst á sumarhaskolinn@gmail.com með upplýsingum um þig og efnið. Skilafresturinn er 10. júní. Öllum verður svarað. Við hlökkum til að heyra frá þér!

Do you have a good idea for a seminar, lecture or workshop? The Radical Summer University will be held August 14th-20th 2017, in Reykjavík. We are looking for people who are interested in joining us in this fun and important work. If you have a good idea for a topic you would like to cover at the Radical Summer University, we encourage you to read the school’s guiding principles(here) and send us an email to sumarhaskolinn@gmail.com with information about yourself and the subject matter. The deadline is June 10th. We will answer all e- mails. We look forward to hearing from you!

Posted in Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Dagskráin hefst í dag, mánudaginn 8. ágúst.

Þá er komin að upphafi Róttæka Sumaháskólans 2016 en dagskráin hefst í dag kl 17:30.

Námsstofulýsingar, stundaskrá, námsskrá og upplýsingar um umsjónarfólk námsstofa er m.a. að finna í flettilistanum undir “RóSu 2016″.
flettilisti2

Posted in Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Við kynnum RóSu 2016 – Presenting RóSu 2016

Róttæki sumarháskólinn er haldinn í 6. skipti í ár, frá 8 – 14. ágúst. Eins og áður er þátttaka í skólanum með öllu ókeypis.

Í Róttæka sumarháskólanum 2016 verður boðið upp á fjölbreytt og áhugavert efni. Alls verður boðið upp á 13 námsstofur en 5 þeirra verða á ensku og eru lýsingarnar á þeim jafnframt á ensku. Lengd flestra námsstofa er 1 klukkustund og 45 mínútur en þrjár þeirra ná yfir meira en eina kennslustund.

Staðsetningin í ár er ný og verður RóSu 2016 haldinn í húsnæði Háskólans á Bifröst, við Suðurgötu 10, 101 Reykjavík. Fullt aðgengi er í húsnæðinu. Á RóSu 2016 verður boðið upp á mat, líkt og í fyrra, í sérstöku matarhléi sem yfirleitt verður milli 19:15 og 20:00. Maturinn er ókeypis, úr rusluðum hráefnum og framreiddur af sjálfboðaliðum Líkt og áður verður tekið við frjálsum framlögum til að eiga fyrir ýmsum kostnaði, sér í lagi vegna auglýsinga, plakatagerðar og vefhýsingar. Langtímamarkmið fjáröflunarinnar er að færa út kvíar RóSu, til dæmis með því að bjóða erlendum fyrirlesara eða að geta fært hluta af starfseminni út á land.

Þann 4. ágúst, kl. 21:00, verða styrktartónleikar RóSu 2016 haldnir á Gauknum. Á tónleikunum koma fram ÍRiS, Just Another Snake Cult, Grúska Babúska og Dauðyflin. Miðaverð er 1.000 kr og hljómsveitirnar gefa allar vinnu sína.

Framkvæmdahópur RóSu annaðist skipulagningu Róttæka sumarháskólans 2016. Í honum sitja Berglind Rós Gunnarsdóttir, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Jón Pálsson, Pétur Stefánsson, Pontus Järvstad og Sólveig Anna Jónsdóttir.

—ENGLISH VERSION—

The Radical Summer University will be held for the 6th time this year, from August 8th – August 14th. Like always, attendance is completely free.

The Radical Summer University 2016 will offer diverse and interesting courses. While the school is in session 13 lectures and workshops will be held, 5 of them in English. Most classes are 1 hour and 45 minute session but this year 3 classes will have longer sessions.

This year the school will be held at the University of Bifröst housing, at Suðurgata 10, (near City Hall) 101 Reykjavík. The location is fully accessible.

RóSu 2016 will offer free food, during the dinner break, usually between 19:15 and 20:00. The food is vegan and prepared by volunteers.

RóSu 2016 will accept donations to cover various costs that arise due to advertising, poster printing and housing of the schools webpage. The long time goal with seeking donations is to be able to get speakers from abroad and have some classes in the countryside.

On August 4th a benefit concert for RóSu 2016 will be held at Gaukurinn where ÍRiS, Just Another Snake Cult, Grúska Babúska and Dauðyflin will perform. The admission fee is 1.000 ísl kr., with all proceeds going directly to the Radical Summer University.

In the Radical Summer University’s Organizing committee for 2016 are Berglind Rós Gunnarsdóttir, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Jón Pálsson, Pétur Stefánsson, Pontus Järvstad and Sólveig Anna Jónsdóttir.

 

Posted in Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Óskum eftir ræðufólki/fyrirlesurum – Open call for speakers/lecturers

Ert þú með góða hugmynd að málstofu, fyrirlestri eða vinnustofu? Róttæki Sumarháskólinn verður haldinn dagana 8.-14. ágúst 2016, í Reykjavík. Við erum að leita að fólki sem er tilbúið að taka þátt í þessu skemmtilega og mikilvæga starfi. Ef þú ert með góða hugmynd að efni sem þig langar að fjalla um í Róttæka Sumarháskólanum hvetjum við þig til að lesa stefnu skólans(hér) og senda okkur svo tölvupóst á sumarhaskolinn@gmail.com með upplýsingum um þig og efnið. Skilafresturinn er 20. júní. Öllum verður svarað. Við hlökkum til að heyra frá þér!

Do you have a good idea for a seminar, lecture or workshop? The Radical Summer University will be held August 8th-14th 2016, in Reykjavík. We are looking for people who are interested in joining us in this fun and important work. If you have a good idea for a topic you would like to cover at the Radical Summer University, we encourage you to read the school’s guiding principles(here) and send us an email to sumarhaskolinn@gmail.com with information about yourself and the subject matter. The deadline is June 20th. We will answer all e- mails. We look forward to hearing from you!

Posted in Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Hvað er anarkismi? / What is Anarchism?

What can Anarchism teach us about the world today? As we see continued political polarization in Europe, North America and the Middle East, the old solutions to social problems are clearly not working. Is there an alternative way? Are we using those ways already without even knowing it?

Come and meet with us at Suðurgata 10, on Sunday 14. February at 13:00-15:30 to talk about anarchism’s past, present applications and possible future paths. The facilities are wheelchair accessible.

See event on facebook.
———————-

Hvað getur anarkismi kennt okkur um heiminn í dag? Eftir því sem við sjáum stig vaxandi pólitískar andstæður í Evrópu, Norður Ameríku og Mið-Austurlöndum verður skýrara að rótgrónar lausnir á vandamálunum eru ekki að virka. Er einhver önnur leið? Erum við hugsanlega nú þegar að nota þær aðferðir sem við þurfum án þess að vita það?

Komdu og hittu okkur á Suðurgötu 10, Sunnudaginn 14. febrúar kl 13:00-15:30 til að ræða um sögu anarkisma, dæmi úr nútímanum og mögulega framtíð. Aðstaðan er með fullu aðgengi.

Sjá viðburð á facebook.

Posted in Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off