Category Archives: Fréttir og tilkynningar

Aðalfundur RóSu – fimmtudagskvöldið 26. september

Kæru róttæku félagar! Fimmtudagskvöldið 26. september verður haldin aðalfundur Róttæka sumarháskólans 2013. Ætlunin er að halda róttæku starfi áfram í vetur! Skapa vettvang til að ræða, skilja, gera og skapa usla allt árið í kring! Á aðalfundinum verður lagt fram … Continue reading

Posted in Fréttir og tilkynningar | Comments Off

Rætt við Viðar í Síðdegisútvarpinu

Rætt var við Viðar Þorsteinsson, einn af umsjónarmönnum RóSu 2013, í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag. Hlusta má á þáttinn á vef RÚV á þessum tengli hér (opnast í nýjum glugga). Viðtalið fór fram í gegnum síma og er undir lok … Continue reading

Posted in Fjölmiðlaumfjöllun 2013, Fréttir og tilkynningar, Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Nei hæ! Nanna Hlín Halldórsdóttir

Á næstu vikum munum við kynna umsjónarfólk Róttæka sumarháskólans 2013 með laufléttum spurningaleik hér á síðunni, sem nefnist „Nei hæ!“. Nanna Hlín ríður á vaðið. Hún er sér um tvær námsstofur í sumar: Valdabaráttan í Hungurleikunum og Andóf gegn olíuvinnuslu.

Posted in Fréttir og tilkynningar, Nei hæ! – Umsjónarfólk 2013 kynnir sig, Róttæki sumarháskólinn 2013 | 4 Comments

Námsskrá 2013 komin á netið!

Hér má skoða námsskrá Róttæka sumarháskólans 2013 sem PDF skjal. Upplýsingar um skráningu fylgja síðar. Takið sérstaklega eftir nýjungunum tveimur – hvort tveggja rækilega merkt í námsskrá: Námsstofur á ensku Sérstakar „aðgerðastofur“ fyrir hina aðgerðaþyrstu!

Posted in Fréttir og tilkynningar | Comments Off

RóSu 2013 boðar komu sína – mögnuð dagskrá framundan

Kæru félagar. 14.-20. ágúst 2013 verður Róttæki sumarháskólinn haldinn í þriðja sinn. Dagskrárdrög eru ógnvænlega spennandi. Fjallað verður um hinsegin baráttu, matvælapólitík, kjarnorku, olíuleit, loftslagsbreytingar, anarkó-kommúnisma, félagsvæðingu og efnahagslegt lýðræði, og þeirri spurningu verður svarað hvort vinstripólitík sé of hrokafull. Í … Continue reading

Posted in Fréttir og tilkynningar, Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Ummæli og myndir frá laugardegi og sunnudegi

Mæting og stemning á Róttæka sumarháskólanum hefur verið til fyrirmyndar eins og sjá má af eftirfarandi myndum og ummælum þátttakenda: „Mjög góð og aðgengileg kynning. Auðvelt að heimfæra á þær kringumstæður sem við þekkjum hér á landi. Hringformið frábært.“ „Mjög … Continue reading

Posted in Fréttir og tilkynningar, Róttæki sumarháskólinn 2012 | Comments Off

Myndir og umsagnir nemenda af námsstofum miðvikudags og fimmtudags

Hér fylgja nokkur af jákvæðum ummælum þátttakenda í námsstofum Róttæka sumarháskólans á miðvikudag og fimmtudag, auk svipmynda. „Ýkt gaman. Áhugaverð greining og söguskoðun en umfram allt innblásið. Við getum þetta!“ „Algjör snilld. Mjög fræðandi.“ „Mjög áhugaverður fyrirlestur. Góðar spurningar, og … Continue reading

Posted in Fréttir og tilkynningar, Róttæki sumarháskólinn 2012 | Comments Off

„Þóra – hvað gerðist?“ – Námsstofu aflýst

Róttæka sumarháskólanum þykir leitt að tilkynna að námsstofu Ásmundar Ásmundssonar „Þóra – hvað gerðist?“ hefur verið aflýst af óviðráðanlegum orsökum. Beðist er velvirðingar á óþægindum. Allar aðrar námsstofur verða haldnar á óbreyttum tíma!

Posted in Fréttir og tilkynningar | Comments Off

Af marxisma kemur út í rafrænni útgáfu – hlaðið niður ókeypis

Róttæka sumarútgáfan kynnir rafræna útgáfu safnritsins Af marxisma í ritstjórn Magnúsar Þórs Snæbjörnssonar og Viðars Þorsteinssonar. Bókin, sem kom áður hjá Nýhil árið 2009, inniheldur fimm frumsamdar greinar eftir íslenska fræðimenn sem allar snerta á aðferðum og umfjöllunarefnum marxisma í hugvísindum. … Continue reading

Posted in Fréttir og tilkynningar, Róttæki sumarháskólinn 2012 | Comments Off

Breytt tímasetning á ‘Hið kynjaða sjálf’

Athugið, athugið: Tímasetningu námsstofunnar Hið kynjaða sjálf hefur verið breytt. Hún hefur núna verið færð til kl. 19:00-20:45 að kveldi sunnudags 12. ágúst, og er ekki lengur kl. 13:15 laugardaginn 11. ágúst. Stundaskrá, námsskrá og Facebook-viðburður hafa verið uppfærð í … Continue reading

Posted in Fréttir og tilkynningar, Róttæki sumarháskólinn 2012 | Comments Off