Category Archives: Fjölmiðlaumfjöllun 2013

— Allt sem fjölmiðlar böbbluðu um RóSu 2013 —

Andri og Hlöðver í Harmageddon

Hinn vinsæli útvarpsþáttur Harmageddon ræddi við Hlöðver Sigurðsson og Andra Þorvaldsson um námsstofuna þeirra um anarkó-kommúnisma. Viðtalið var sent út föstudaginn 16. ágúst á útvarpsstöðinni X-ið. Hlustið á viðtalið hér: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP20372

Posted in Fjölmiðlaumfjöllun 2013, Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Illugi Jökulsson bloggar um umfjöllunarefni RóSu

Blaðamaðurinn og bloggarinn Illugi Jökulsson birti í dag (15. ágúst) hugleiðingu á Pressu-bloggi sínu í tilefni af viðtali Harmageddon við Kristin Má Ársælsson, hér: http://blog.pressan.is/illugi/2013/08/15/af-hverju-ma-lydraedi-ekki-gilda-i-atvinnulifinu/

Posted in Fjölmiðlaumfjöllun 2013, Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Rætt við Kristinn Má í Harmageddon á X-inu

Útvarpsþátturinn Harmageddon á útvarpsstöðinni X-ið ræddi við Kristinn Má Ársælsson að morgni fimmtudags 15. ágúst, en hann sér um námsstofuna Lýðræðisleg fyrirtæki og hagkerfið. Viðtalið er stórfróðlegt! Smellið á tengilinn hér til að hlýða á: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP20346 Gleymið svo ekki að öll dagskráin … Continue reading

Posted in Fjölmiðlaumfjöllun 2013, Róttæki sumarháskólinn 2013 | 1 Comment

Rætt við Nick Robinson í Víðsjá á upphafsdegi RóSu2013

Í dag, miðvikudaginn 14. ágúst – á þeim drottins degi sem RóSu 2013 hefst – ræddi menningarþátturinn Víðsjá við Nick Robinson, umsjónarmann námsstofunnar Radicalizing Food and Farming in Iceland. Hér er tengill á síðu RÚV þar sem hlusta má á þáttinn: … Continue reading

Posted in Fjölmiðlaumfjöllun 2013, Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Víðsjá ræddi við Nönnu Hlín um Hungurleikana

Menningarþáttur Ríkisútvarpsins, Víðsjá, ræddi við Nönnu Hlín Halldórsdóttur um námsstofu hennar Valdabaráttan í Hungurleikunum. Viðtalið var sent út þriðjudaginn 13. ágúst. Smellið á tengilinn hér að neðan til að komast á síðu RÚV þar sem hlusta má á viðtalið: http://www.ruv.is/bokmenntir/valdabaratta-i-hungurleikjunum Gleymið … Continue reading

Posted in Fjölmiðlaumfjöllun 2013, Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Skápurinn endurskapaður: Svandís Anna í viðtalið á Vísir.is

Fréttamiðillinn Vísir.is ræddi við Svandísi Önnu Sigurðardóttur, eina af þremur umsjónarmanneskjum námsstofunnar Pallíettubyltingin: Hinsegin aktívismi á tímamótum. Í viðtalinu segir hún m.a.: „Ég vil gjarnan berjast gegn þessu kynjakerfi en þetta er flókið mál. Að lokum fær maður alltaf sömu spurninguna: … Continue reading

Posted in Fjölmiðlaumfjöllun 2013, Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Rætt við Írisi, Hafdísi og Svandísi í Víðsjá

        Víðsjá, menningarþáttur Rásar 1 og 2, ræddi við Írisi Ellenberger, Hafdísi Erlu Hafsteinsdóttur og Svandísi Önnu Sigurðardóttur um hinsegin pólitík í tilefni af Gleðigöngunni og Hinsegin dögum sem fara fram nú um helgina. Íris, Hafdís og … Continue reading

Posted in Fjölmiðlaumfjöllun 2013, Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Jafnrétti ómögulegt innan kapítalisma – Nanna Hlín í Helgarblaði DV

Helgarblað DV 2.-6. ágúst birti stutta frétta um Róttæka sumarháskólann 2013 og ræddi þar við Nönnu Hlín Halldórsdóttur, einn af skipuleggjendum skólans. Í viðtalinu segir Nanna að „jafnrétti sé hreinlega ómögulegt innan um kapítalísk efnahagstengsl þar sem sumir einstaklingar geta … Continue reading

Posted in Fjölmiðlaumfjöllun 2013, Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Rætt við Viðar í Síðdegisútvarpinu

Rætt var við Viðar Þorsteinsson, einn af umsjónarmönnum RóSu 2013, í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag. Hlusta má á þáttinn á vef RÚV á þessum tengli hér (opnast í nýjum glugga). Viðtalið fór fram í gegnum síma og er undir lok … Continue reading

Posted in Fjölmiðlaumfjöllun 2013, Fréttir og tilkynningar, Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off