Category Archives: Nei hæ! – Umsjónarfólk 2013 kynnir sig

Spurningaleikurinn „Nei hæ!“ er kynning á umsjónarfólki námsstofa á Róttæka sumarháskólanum 2013

Nei hæ! Tom Ellington

Spurningaleikurinn „Nei hæ!“ þekkir engin landamæri. Nú siglir fleyið alla leið til Bandaríkjanna og hittir þar fyrir Tom Ellington, umsjónarmann námsstofunnar „Understanding the Unthinkable: The Science and History of Nuclear Weapons“. Markmið hennar er að gera þátttakendur nægilega upplýsta um … Continue reading

Posted in 2013 english courses, Nei hæ! – Umsjónarfólk 2013 kynnir sig, Róttæki sumarháskólinn 2013 | 3 Comments

Nei hæ! Hafdís Erla Hafsteinsdóttir

Spurningalestin „Nei hæ!“ brunar enn sem fyrr. Nú er það Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sem tekur við keflinu, svarar spurningu frá Viðari Þorsteinssyni, og leggur spurningu fyrir þann sama. Námsstofa hennar, í umsjá tveggja annarra, nefnist Pallíettubyltingin: Hinsegin aktívismi á tímamótum.

Posted in Nei hæ! – Umsjónarfólk 2013 kynnir sig, Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Nei hæ! Finnur Guðmundarson Olguson

Í dag er það Finnur Guðmundarson Olguson, annar þeirra sem sjá um námsstofuna Andóf gegn olíuvinnslu, sem stígur á stokk í spurningaleiknum Nei hæ! Hann segist vera Nietzsche-maður, svaraði spurningu frá Viðari Þorsteinssyni, og lagði spurningu fyrir Egil Arnarson.

Posted in Nei hæ! – Umsjónarfólk 2013 kynnir sig, Róttæki sumarháskólinn 2013 | 1 Comment

Nei hæ! Svandís Anna Sigurðardóttir

Næsti þátttakendi í spurningaleiknum „Nei hæ!“ er Svandís Anna, ein þeirra sem sjá um námsstofuna Pallíettubyltingin: Hinsegin aktívismi á tímamótum. Hún svaraði laufléttum spurningum, þar á meðal einni frá Andra Þorvaldssyni, og lagði sína eigin spurningu fyrir Tom Ellington.

Posted in Nei hæ! – Umsjónarfólk 2013 kynnir sig, Róttæki sumarháskólinn 2013 | 1 Comment

Nei hæ! Andri Þorvaldsson

Hinn líflegi spurningaleikur „Nei hæ!“ heldur áfram. Að þessu sinni er það Andri Þorvaldsson sem situr fyrir svörum. Hann er, ásamt Hlöðveri Sigurðssyni, umsjónarmaður aðgerðastofunnar sem nefnist Gegn kapítalisma og ríkisvaldi: Anarkó-kommúnismi og stofnun vefrits.

Posted in Nei hæ! – Umsjónarfólk 2013 kynnir sig, Róttæki sumarháskólinn 2013 | 4 Comments

Nei hæ! Nanna Hlín Halldórsdóttir

Á næstu vikum munum við kynna umsjónarfólk Róttæka sumarháskólans 2013 með laufléttum spurningaleik hér á síðunni, sem nefnist „Nei hæ!“. Nanna Hlín ríður á vaðið. Hún er sér um tvær námsstofur í sumar: Valdabaráttan í Hungurleikunum og Andóf gegn olíuvinnuslu.

Posted in Fréttir og tilkynningar, Nei hæ! – Umsjónarfólk 2013 kynnir sig, Róttæki sumarháskólinn 2013 | 4 Comments