Monthly Archives: July 2011

Áskoranir femínismans: Frá greiningu til framkvæmdar

Umsjón: Áslaug Einarsdóttir, Helga Katrín Tryggvadóttir og Valdís Björt Guðmundsdóttir Lýsing: Námsstofan miðar að því að skoða kynjamisrétti í samhengi við kynþáttahyggju, stigveldi og kapítalisma. Er nauðsynlegt að setja femínisma í samhengi við þessa þætti eða á femínismi á hættu … Continue reading

Posted in Námsstofur 2011, Róttæki sumarháskólinn 2011 | 1 Comment

Um Róttæka sumarháskólann

Róttæki sumarháskólinn leitast við að tengja saman róttækan aktívisma og hugmyndir. Með róttækum aktívisma er átt við baráttuna fyrir efnahagslegu réttlæti, umhverfisvernd, femínisma, lýðræði og réttindum minnihlutahópa, svo dæmi sé nefnt. Með hugmyndum er átt við hvers kyns mannlega hugsun, … Continue reading

Posted in Fyrirkomulag, Róttæki sumarháskólinn 2011 | Comments Off

Skráning í námsstofur Róttæka sumarháskólans

Ekki er skilyrði að hafa skráð sig til þess að mæta í námsstofur Róttæka sumarháskólans. Þess er þó óskað að áhugasamir tilkynni um þátttöku sína, einkum til að þeir geti fengið aðgang að námsefni í tæka tíð. Það er hægt … Continue reading

Posted in Fyrirkomulag, Róttæki sumarháskólinn 2011 | Comments Off

Nám í Róttæka sumháskólanum

Námsstofur og námskeið Róttæka sumarháskólans eru opin öllum, þar með talið þeim sem litla eða enga reynslu hafa af pólitískum aktívisma. Engar kröfur um fyrri skólagöngu eða starfsreynslu eru gerðar til þátttakenda. Ekkert þátttökugjald þarf að greiða. Skriflegt námsefni, þar … Continue reading

Posted in Fyrirkomulag, Róttæki sumarháskólinn 2011 | Comments Off

Neyslan og djöfullinn: Andóf gegn iðnvæddum kapítalisma og vestrænum neysluháttum í þriðja heiminum

Umsjón: Helga Katrín Tryggvadóttir Lýsing: Við sem erum uppalin í kapítalískri menningu eigum oft erfitt með að ímynda okkur veruleikann handan kapítalismans. Í þessari námsstofu verður fjallað um andóf gegn iðnvæðingu og kapítalisma, með áherslu á birtingarmyndir þess í „þriðja … Continue reading

Posted in Róttæki sumarháskólinn 2011 | Comments Off

Anarkismi fyrir byrjendur: anarkistinn og umkomuleysi hins daglega lífs

Umsjón: Sigurður Harðarson (Siggi Pönk) Lýsing: Í námsstofunni fer Siggi Pönk hratt og blaðalaust yfir sýn anarkista á valdapýramídana sem móta daglegt líf okkar. Rætt verður um hvernig bæði stjórnmál og efnahagskerfi stilla þeim sem ekki hafa áhuga á peningum … Continue reading

Posted in Róttæki sumarháskólinn 2011 | 2 Comments

Afvopnun markaða, endurheimt lýðræðisins

Umsjón: Sólveig Anna Jónsdóttir Lýsing: Linnulaus markaðsvæðing samfélagsins er meðal alvarlegustu vandamálanna sem alþýða um allan heim stendur frammi fyrir. Ákvörðunarvald hefur verið fært úr höndum lýðræðislega kjörinna fulltrúa og yfir til markaðarins, þar sem hagsmunir fjármagnsins ráða för. Þá … Continue reading

Posted in Róttæki sumarháskólinn 2011 | Comments Off

Er Ísland fyrir Íslendinga? Kynþátta- og þjóðernishyggja íslenska ríkisins

Umsjón: Haukur Hilmarsson Lýsing: Mikill áróður er rekinn fyrir ímynd Íslendinga sem friðsamrar og umburðarlyndrar þjóðar og þeirri ímynd varpað jafnt á íbúa landsins sem ríkisvaldið. En höfum við gert heiðarlegt uppgjör við sögu kynþáttahaturs og þjóðernishyggju á Íslandi? Í … Continue reading

Posted in Róttæki sumarháskólinn 2011 | Comments Off