Monthly Archives: July 2013

Nei hæ! Sólveig Anna Jónsdóttir

„Það er bara þrennt hægt þegar maður hlustar á fréttir: að hlæja, gráta eða hugsa um róttækar breytingar.“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, sem sér um tvær námsstofur á Róttæka sumarháskólanum í ár. Þær nefnast Niður með auðvaldið! Um andkapítalíska baráttu … Continue reading

Posted in Nei hæ! – Umsjónarfólk 2013 kynnir sig, Róttæki sumarháskólinn 2013 | 1 Comment

Nei hæ! Jamie McQuilkin

Einn af fjórum umsjónarmanneskjum sem heimsækja RóSu’13 erlendis frá er Skotinn Jamie McQuilkin. Hann býður til feiknarlega áhugaverðrar aðgerðastofu um verkalýðsmál á ensku, undir heitinu Radical Unions and You. Jamie settist um borð í spurningalestina og sagði m.a. frá því hvernig … Continue reading

Posted in 2013 english courses, Nei hæ! – Umsjónarfólk 2013 kynnir sig, Róttæki sumarháskólinn 2013 | 1 Comment

Rætt við Viðar í Síðdegisútvarpinu

Rætt var við Viðar Þorsteinsson, einn af umsjónarmönnum RóSu 2013, í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag. Hlusta má á þáttinn á vef RÚV á þessum tengli hér (opnast í nýjum glugga). Viðtalið fór fram í gegnum síma og er undir lok … Continue reading

Posted in Fjölmiðlaumfjöllun 2013, Fréttir og tilkynningar, Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Nei hæ! Ray Acheson

Ray Acheson, umsjónarkona námsstofunnar Banning the bomb: A new campaign to abolish nuclear weapons, kom í „Nei hæ!“. Enginn ætti að láta framlag þessarar kanadísk-bandarísku baráttukonu til Róttæka sumarháskólans fram hjá sér fara. Námsstofa hennar er ein af þremur sem … Continue reading

Posted in 2013 english courses, Nei hæ! – Umsjónarfólk 2013 kynnir sig, Róttæki sumarháskólinn 2013 | 1 Comment

Nei hæ! Þorvaldur Þorvaldsson

Þorvaldur Þorvaldsson settist í spurningasætið. Hann minnti á orðin sem rituð eru á legstein Karls Marx, um að markmið fræðanna sé ekki að lýsa heiminum heldur að breyta honum. Þorvaldur sér um námsstofuna Félagsvæðing fjármálakerfisins.

Posted in Nei hæ! – Umsjónarfólk 2013 kynnir sig, Róttæki sumarháskólinn 2013 | 1 Comment

Nei hæ! Hlöðver Sigurðsson

Hlöðver Sigurðsson sér um námsstofuna Gegn kapítalisma og ríkisvaldi: Anarkó-kommúnismi og stofnun vefrits ásamt Andra Þorvaldssyni. Hann er hlynntur algjöru efnahagslegu og siðferðislegu frelsi, og segist í raun vera hippi án klæða. Hlöðver svaraði nokkrum spurningum, og lagði spurningu fyrir Sólveigu Önnu Jónsdóttur.

Posted in Nei hæ! – Umsjónarfólk 2013 kynnir sig, Róttæki sumarháskólinn 2013 | 1 Comment

Nei hæ! Egill Arnarson

Næstur í Nei hæ! er Egill Arnarson, umsjónarmaður námsstofunnar með hinn skemmtilega titil Er vinstristefna of hrokafull? Egill svarar spurningu frá Finni og leggur eina fyrir Ray. Hann segir námsstofuna sína vera fyrir alla sem langar að ræða hvað vinstrið stendur fyrir og hvort … Continue reading

Posted in Nei hæ! – Umsjónarfólk 2013 kynnir sig, Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Nei hæ! Tom Ellington

Spurningaleikurinn „Nei hæ!“ þekkir engin landamæri. Nú siglir fleyið alla leið til Bandaríkjanna og hittir þar fyrir Tom Ellington, umsjónarmann námsstofunnar „Understanding the Unthinkable: The Science and History of Nuclear Weapons“. Markmið hennar er að gera þátttakendur nægilega upplýsta um … Continue reading

Posted in 2013 english courses, Nei hæ! – Umsjónarfólk 2013 kynnir sig, Róttæki sumarháskólinn 2013 | 3 Comments

Nei hæ! Hafdís Erla Hafsteinsdóttir

Spurningalestin „Nei hæ!“ brunar enn sem fyrr. Nú er það Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sem tekur við keflinu, svarar spurningu frá Viðari Þorsteinssyni, og leggur spurningu fyrir þann sama. Námsstofa hennar, í umsjá tveggja annarra, nefnist Pallíettubyltingin: Hinsegin aktívismi á tímamótum.

Posted in Nei hæ! – Umsjónarfólk 2013 kynnir sig, Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Nei hæ! Finnur Guðmundarson Olguson

Í dag er það Finnur Guðmundarson Olguson, annar þeirra sem sjá um námsstofuna Andóf gegn olíuvinnslu, sem stígur á stokk í spurningaleiknum Nei hæ! Hann segist vera Nietzsche-maður, svaraði spurningu frá Viðari Þorsteinssyni, og lagði spurningu fyrir Egil Arnarson.

Posted in Nei hæ! – Umsjónarfólk 2013 kynnir sig, Róttæki sumarháskólinn 2013 | 1 Comment