„Skildi mig eftir fulla eldmóðs.“ Úr ummælum þátttakenda á RóSu 2014

Framkvæmdahópur hefur nú farið yfir spurningablöðin sem við dreifðum á viðburðunum í sumar og komið niðurstöðum áleiðis til umsjónarfólks. Við birtum hér nokkur ummæli sem hlýja okkur um hjartarætur og gefa um leið einhverja mynd af því hvernig til tókst í sumar.

Almennt um Róttæka sumarháskólann:

  • „Ég vona að Róttæki sumarháskólinn vaxi og dafni.“
  • „Maturinn er æðislegur og myndar skemmtilega stemningu.“ / „Maturinn var algjör snilld.“ / „Yndislega að hafa matarhlé með vistvænum grænmetismat.“
  • „Heimasíðan er flott og aðgengileg. Maturinn frábær.“
  • „Heilt yfir bara mjög flott.“ / „Gott stöff.“ / „Frábært framtak.“

Ummæli um einstakar námsstofur (óflokkað):

  • „Afar róttækt – góðar hugmyndir! Setti hlutina í víðara samhengi.“
  • „Skildi mig eftir fulla eldmóðs“
  • „Frábært, fjölbreytt, fræðandi, vakti umræður.“
  • „Mjög skemmtilegt og gefandi.“
  • „Æðislegt! Fyrirlestur æði, umræður gagnlegar og frjóar. Takk fyrir mig.“
  • „Frábært, virkilega hnitmiðað, fróðlegt og skemmtilegt.“

Við þökkum öllum sem skildu eftir tillögur og ábendingar. Líkt og á hverju sumri síðan 2010 förum við rækilega í gegnum spurningablöðin og gætum þess að taka tillit til þess sem fram kemur á þeim.

 

This entry was posted in Fréttir og tilkynningar, Róttæki sumarháskólinn 2014. Bookmark the permalink.

Comments are closed.