Frjáls framlög á RóSu 2014 talin og komin í hús: Vel á þriðja tug þúsunda í reiðufé

Frjáls framlög sem bárust til Róttæka sumarháskólans á sumardagskránni 2014 dagana 13.-19. ágúst í ReykjavíkurAkademíunni hafa verið talin. Framlög í reiðufé sem sett voru í söfnunarkassa námu kr. 23.820. Auk þess barst eitt evrusent sem verður vandlega gætt.

Þá bárust einnig nokkur útfyllt eyðublöð fyrir mánaðarlegar félagagreiðslur og nemur heildarupphæðin á annan tug þúsunda yfir árið í heild. Gerð verður grein fyrir upphæðum sem safnast með þessari aðferð í uppgjöri haustið 2015.

Við þökkum hjartanlega öllum þeim sem létu fé af hendi rakna til okkar! Allt fé rennur beint til að greiða óumflýjanlegan rekstrarkostnað, en sem fyrr er allt starf Róttæka sumarháskólans rekið í sjálfboðavinnu.

This entry was posted in Fréttir og tilkynningar, Róttæki sumarháskólinn 2014. Bookmark the permalink.

Comments are closed.