Fjallað um Róttæka sumarháskólann á Eyjunni, á Rás 1, í Fréttablaðinu og á Vísi

Fjallað hefur verið um Róttæka sumarháskólann á síðustu dögum í allnokkrum fjölmiðlum. Egill Helgason þáttastjórnandi sagði frá skólanum á bloggi sínu á Eyjunni þann 7. júlí hér og vísaði sérstaklega í lýsinguna á námsstofu Davíðs Kristinssonar „Hvað er róttækni?“.

Þriðjudaginn 12. júlí tóku Erla Tryggvadóttir og Hrafhildur Halldórsdóttir viðtal við Viðar Þorsteinsson, skipuleggjanda Róttæka sumarháskólans 2011, sem sent var út beint í þættinum Samfélagið í nærmynd á Rás 1. Viðtalið má heyra hér eða nálgast í gegnum hlaðvarp (podcast) RÚV-vefsins, fyrir vafra hér og fyrir iTunes hér.

Viðtal blaðamannsins Roalds Eyvindssonar við Viðar birtist á blaðsíðu 14 í Fréttablaðinu föstudaginn 15. júlí. Lesa má HTML-útgáfu af blaðinu hér og PDF-útgáfu hér, en sama viðtal birtist í uppfærðri og leiðréttri mynd á Vísi.is seinna sama dag, hér.

This entry was posted in Fréttir og tilkynningar, Róttæki sumarháskólinn 2011. Bookmark the permalink.

Comments are closed.