Allar námsstofur RóSu komnar á Facebook sem viðburðir – einföld leið til að skrá sig!

Allar námsstofur Róttæka sumarháskólans eru nú komnar á Facebook sem viðburðir (events), hver með sína tímasetningu. Sem fyrr er hægt að skrá sig í námsstofur með því að senda póst á sumarhaskolinn@gmail.com en mjög þægilegt og einfalt er að nota Facebook til að skrá sig. Þá er nóg að boða komu sína með „Ég mæti“ (attending) hnappnum á viðkomandi viðburði. Tengill á Facebook síðuna okkar er hér. Það þarf að hafa sinn eigin Facebook-prófíl og gera „like“ á síðuna til að fá aðgang að öllum upplýsingum og boða komu á námsstofu.

Námsstofurnar eru ýmist í eftirmiðdaginn laugardag og sunnudag 13.-14. ágúst eða um kvöld mánudag til fimmtudag 15.-18. ágúst. Þessir tímar eru sérlega valdir til að henta sem flestu vinnandi fólki. Allar námsstofur fara fram í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar, Hringbraut 121, 4. hæð, 107 Reykjavík. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst svo að taka megi tillit til fjölda þegar raðað verður í stofur.

Allar námsstofulýsingar og námsskráin okkar í heild eru hér.

This entry was posted in Fréttir og tilkynningar, Fyrirkomulag, Róttæki sumarháskólinn 2011. Bookmark the permalink.

Comments are closed.