Róttæki sumarháskólinn kynnir: Sumardagskrá 2015!

Við kynnum með stolti sumardagskránna 2015!

Í Róttæka sumarháskólanum 2015 verður boðið upp á fjölbreytt og áhugavert efni. Alls verður boðið upp á 13 námsstofur en 3 þeirra verða  á ensku. Staðsetningin í ár er ný og verður RóSu 2015 að þessu sinni haldinn í Múltí Kúltí á Barónstíg 3, 101 Reykjavík sem er steinsnar frá Hlemmi. Fullt aðgengi er í húsnæðinu.

Á RóSu 2015 verður boðið upp á mat, líkt og í fyrra, í sérstöku matarhléi sem yfirleitt verður milli 19:15 og 20:00. Maturinn verður ókeypis og framreiddur af sjálfboðaliðum úr vistvænum hráefnum. Ef maturinn klárast er stutt fyrir gesti að fara niður í 10-11 sem er hinu megin við götuna við Múltí Kúltí.

Líkt og áður verður tekið við frjálsum framlögum til að eiga fyrir ýmsum kostnaði, sér í lagi vegna húsnæðis, matar, plakatagerðar og vefhýsingar.

This entry was posted in Fréttir og tilkynningar. Bookmark the permalink.

Comments are closed.