Við kynnum RóSu 2016 – Presenting RóSu 2016

Róttæki sumarháskólinn er haldinn í 6. skipti í ár, frá 8 – 14. ágúst. Eins og áður er þátttaka í skólanum með öllu ókeypis.

Í Róttæka sumarháskólanum 2016 verður boðið upp á fjölbreytt og áhugavert efni. Alls verður boðið upp á 13 námsstofur en 5 þeirra verða á ensku og eru lýsingarnar á þeim jafnframt á ensku. Lengd flestra námsstofa er 1 klukkustund og 45 mínútur en þrjár þeirra ná yfir meira en eina kennslustund.

Staðsetningin í ár er ný og verður RóSu 2016 haldinn í húsnæði Háskólans á Bifröst, við Suðurgötu 10, 101 Reykjavík. Fullt aðgengi er í húsnæðinu. Á RóSu 2016 verður boðið upp á mat, líkt og í fyrra, í sérstöku matarhléi sem yfirleitt verður milli 19:15 og 20:00. Maturinn er ókeypis, úr rusluðum hráefnum og framreiddur af sjálfboðaliðum Líkt og áður verður tekið við frjálsum framlögum til að eiga fyrir ýmsum kostnaði, sér í lagi vegna auglýsinga, plakatagerðar og vefhýsingar. Langtímamarkmið fjáröflunarinnar er að færa út kvíar RóSu, til dæmis með því að bjóða erlendum fyrirlesara eða að geta fært hluta af starfseminni út á land.

Þann 4. ágúst, kl. 21:00, verða styrktartónleikar RóSu 2016 haldnir á Gauknum. Á tónleikunum koma fram ÍRiS, Just Another Snake Cult, Grúska Babúska og Dauðyflin. Miðaverð er 1.000 kr og hljómsveitirnar gefa allar vinnu sína.

Framkvæmdahópur RóSu annaðist skipulagningu Róttæka sumarháskólans 2016. Í honum sitja Berglind Rós Gunnarsdóttir, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Jón Pálsson, Pétur Stefánsson, Pontus Järvstad og Sólveig Anna Jónsdóttir.

—ENGLISH VERSION—

The Radical Summer University will be held for the 6th time this year, from August 8th – August 14th. Like always, attendance is completely free.

The Radical Summer University 2016 will offer diverse and interesting courses. While the school is in session 13 lectures and workshops will be held, 5 of them in English. Most classes are 1 hour and 45 minute session but this year 3 classes will have longer sessions.

This year the school will be held at the University of Bifröst housing, at Suðurgata 10, (near City Hall) 101 Reykjavík. The location is fully accessible.

RóSu 2016 will offer free food, during the dinner break, usually between 19:15 and 20:00. The food is vegan and prepared by volunteers.

RóSu 2016 will accept donations to cover various costs that arise due to advertising, poster printing and housing of the schools webpage. The long time goal with seeking donations is to be able to get speakers from abroad and have some classes in the countryside.

On August 4th a benefit concert for RóSu 2016 will be held at Gaukurinn where ÍRiS, Just Another Snake Cult, Grúska Babúska and Dauðyflin will perform. The admission fee is 1.000 ísl kr., with all proceeds going directly to the Radical Summer University.

In the Radical Summer University’s Organizing committee for 2016 are Berglind Rós Gunnarsdóttir, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Jón Pálsson, Pétur Stefánsson, Pontus Järvstad and Sólveig Anna Jónsdóttir.

 

This entry was posted in Róttæki sumarháskólinn 2013. Bookmark the permalink.

Comments are closed.