RóSu 2017

Róttæki Sumarháskólinn 2017 verður haldinn dagana 14.-20. ágúst í Múltí Kúltí á Barónsstíg 3, 101 Reykjavík. Inngangur með ramp er innarlega hægra megin við húsnæðið og er salernið með aðgengi fyrir þau sem nota hjólastóla.

Í ár verður boðið upp á fjölbreytt og áhugavert efni eins og fyrri ár en alls eru 17 námsstofur sem verður lýst nánar í þessu skjali. Af sautján námsstofum verða fimm á ensku og ein til viðbótar verður með enskum texta en lýsingarnar á þeim eru jafnframt á ensku. Lengd allra námsstofa er 1 klukkustund og 45 mínútur.

Á RóSu 2017 verður boðið upp á mat, líkt og í fyrra, í sérstöku matarhléi sem yfirleitt verður milli 19:15 og 20:00. Maturinn verður ókeypis og framreiddur af sjálfboðaliðum úr vistvænum hráefnum. Ef maturinn klárast er stutt fyrir gesti að fara á matsölustaði eða verslanir í nágrenninu, t.d. í 10-11 sem er hinum megin við götuna við Múltí Kúltí.

Líkt og áður verður tekið við frjálsum framlögum til að eiga fyrir ýmsum kostnaði, sér í lagi vegna plakatagerðar, vefhýsingar og matar. Langtímamarkmið fjáröflunarinnar er að færa út kvíar RóSu, til dæmis með því að bjóða erlendum fyrirlesara eða að geta fært hluta af starfseminni út á land.

Framkvæmdahópur sem skipaður var í kjölfar RóSu 2016 annaðist skipulagningu Róttæka Sumarháskólans 2017. Í honum sitja Sólveig Anna Jónsdóttir, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Pontus Järvstad, Berglind Rós Gunnarsdóttir, Jón Bragi Pálsson, Pétur Stefánsson og Tómas Ævar Ólafsson

Námsstofulýsingar

Námsskrá

Stundaskrá

Um umsjónarfólk námsstofa

This entry was posted in Róttæki sumarháskólinn 2013. Bookmark the permalink.

Comments are closed.