Róttæki vetrarháskólinn

Róttæki sumarháskólinn í samvinnu við Andrými kynnir “Róttæka vetrarháskólann” dagana 11. janúar til 6. febrúar 2018 í Andrými 2. hæð Iðnó, Vonarstræti 3. Fullt aðgengi, ókeypis þáttaka og opið öllum. Nákvæmar upplýsingar um aðgengi í rýminu er að finna hér: https://andrymi.org/adgengileg/

11. janúar, kl 20:00. Af mannfræði (landa)mæra
Í fyrirlestrinum verður farið yfir hvernig mannfræðin hefur fjallað um mæri (e. boundaries) og landamæri (e. borders) fyrr og nú. Gengið er út frá að landamæri ríkja eru í senn sköpuð og skapandi, og skoðað hvernig þau hafa í gegnum tíðina þjónað lykilhlutverki í uppbyggingu þjóða og ríkja. Komið verður inn á viðmiðaskiptin í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana 11.september 2001 og gerð grein fyrir nokkrum áhrifaþáttum sem höfðu mótandi áhrif á þá stefnu sem er rekin við eftirlit og tálmanir á landamærum Evrópu í samtímanum.

16. janúar, kl 20:00. Hústökur/Squatting
Hústökur hafa þó nokkra sögu og hafa tekið á sig ýmsar myndir hér og þar í heiminum. Þessi fyrirlestur er byggður á samtitlaðri BA-ritgerð í félagsfræði við HÍ sem leggur áherslu á hústökur sem róttækar pólitískar aðgerðir. Farið verður yfir ólíkar gerðir hústaka sem hafa fjölbreytt markmið, hvata og einkenni. Nokkur dæmi verða tekin frá Evrópu áður en farið verður í stutta sögu hústaka á Íslandi.
Eftir pásu fáum við tækifæri til að ræða hústökur, varpa fram spurningum, kafa dýpra í ákveðin atriði eða deila reynslu af málefninu, hvort sem það er af nostalgískum, vel heppnuðum aðgerðum eða af þeim vandamálum og basli sem vill stundum fylgja slíkum tilraunum til sköpunar annars konar veruleika.

22. janúar, kl 20:30. Siðferðilegt hjálparstarf: fræðsla og umræður um hjálparstarfstúrisma
TBA

25. janúar, kl 20:00. Heimili án húsnæðis. Ferðir heimilislausra um Reykjavík
Talsvert hefur fjölgað í hópi þeirra sem eru heimilislausir í Reykjavík á síðustu misserum. Í erindinu fjallar Finnur G. Olguson um BS-verkefni sitt í landfræði við Háskóla Íslands, sem beindi sjónum að því hvernig heimilislausir tækjust á við aðstæður sínar og hvaða áhrif þær hefðu á ferðir þeirra í borgarlandslaginu, tengsl þeirra við mismunandi staði og daglega rútínu. Í verkefninu var rætt við þrjár manneskjur sem höfðu verið heimilislausar til lengri tíma og byggt á reynslu þeirra og upplifunum. Að auki verður velt upp ýmsum spurningum varðandi viðhorf samfélagsins til heimilisleysis, úrræði sem heimilislausum standa til boða og hvernig hægt sé að bæta þjónustu við þá.

30. janúar, kl 20:00. Social Anarchist critiques of individualist Anarchism
There are many kinds of anarchist philosophies. Some are more conducive for an anarchist practice than others. This talk will be a philosophical overview of some of the more recent anarchist theories with a critical focus on the “philosophical anarchism” of Robert Paul Wolff. While Wolff brought anarchism back in academic philosophy his thoughts were never really embraced by any anarchist movement. It is too abstract and individualistic to support the kind of voluntary cooperation and social responsibility that is necessary for actual anarchist practice. An anarchist theory needs to put social cooperation first and center.

1. febrúar, kl 20:00. “Að skapa meðvitaðan dauða” Þýðing stjórnmálaheimspeki Albert Camus fyrir 21. öldina.
TBA

6. febrúar, kl 20:00. Innbyrðing kúgunar: Sálrænar afleiðingar af margþættri mismunun
Fatlaðar konur, líkt og aðrir jaðarsettir hópar, upplifa misrétti á grundvelli margra þátta, m.a. kyngervis og fötlunar. Misréttið hefur mikil áhrif á tækifæri kvenna til þess að taka þátt í samfélaginu án aðgreiningar og jafnframt á heilsufar þeirra. Í þessari námsstofu verður fjallað um áhrif margþættrar mismununar á andlega heilsu jaðarsettra hópa en stuðst verður við niðurstöður MA rannsóknar Freyju Haraldsdóttur um efnið. Fjallað verður um innbyrðingu fötlunar- og kvenfyrirlitningar og hvaða áhrif fordómar og mismunun hafa á hugmyndir jaðarsetts fólks um sjálft sig. Einnig verða skoðaðar leiðir til þess að vinna kerfisbundið gegn innbyrðingu hverskyns kúgunar og hvernig fatlaðar konur hafa unnið úr sinni reynslu með það að markmiði að taka vald yfir líkama sínum og lífi.

Plaggat vetur 2018

This entry was posted in Róttæki sumarháskólinn 2013. Bookmark the permalink.

Comments are closed.