RóSu 2020: Óskum eftir greinum/efni í tímarit – Open call for articles for a magazine

(english below)
Róttæki Sumarháskólinn kallar eftir greinum og efni til útgáfu á tímariti!

Í fyrsta skipti í 9 ár verður Róttæki sumarháskólinn því miður ekki haldinn með hefðbundnu sniði. Í stað fyrirlestra mun RóSu gefa út veglegt róttækt tímarit og með því halda róttækri umræðu á lofti. Tímarit sem þetta hefur ekki verið gefið út á Íslandi í lengri tíma og er því afar spennandi fyrir róttækt fólk og samtök að taka þátt í útgáfu þess.

Yfirskrift tímaritsins er “Samfélagið og síðkapítalisminn” og köllum við eftir fjölbreyttu róttæku efni m.a. um umhverfismál, heimsvaldastefnu, stöðu flóttafólks, and- kapítalisma, femínisma, baráttu hinseginfólks, verkalýðsmál, ableisma, and-fasisma og and-rasisma.

Tímarit RóSu leitar eftir lengri og styttri greinum, ýmiskonar rýni s.s. bókmennta-, list- og samfélagsrýni að því gefnu að efnið hafi róttækan vinkil. Framlög í formi teikninga eða hvers kyns róttæk list eru einnig velkomin. Eins köllum við eftir umfjöllunum um starfandi róttæk félög og samtök hér á Íslandi. Hámark orðafjölda verður 2000 orð. Gerðar eru kröfur um vel ígrundaðan texta með góðu málfari. Tekið er á móti greinum á íslensku og ensku.

Til þess að taka þátt þarf að senda Róttæka sumarháskólanum tölvupóst með upplýsingum um höfund, efnistök greinar og áætlaða lengd. Umsóknarfrestur er til 1. júlí og fullkláruðu efni skal að skila fyrir 15. ágúst. Áætluð útgáfa tímaritsins er í september 2020 og verður það gefið út á prenti og á rafrænu formi.

Ritstjórn tímarits Róttæka sumarháskólans
sumarhaskolinn@gmail.com

Radical Summer University Magazine – Call for participation!

This summer, the Radical Summer University unfortunately will not take place as usual with the annual week of lectures, discussions and workshops. Instead, a radical magazine will be published and hopefully contribute as a venue for continued radical discussions. A magazine of this kind has not been published in Iceland for several years and therefore it will be an exciting chance for radical people and organizations to join forces.

The theme of this issue will be “Society and Late Capitalism”. We call for participation with a wide range of topics, such as environmental issues, anti-imperialism, refugee rights, anti-capitalism, feminism, queer rights, ableism, union rights, anti-fascism, anti-racism and more.

The Radical Summer University Magazine calls for papers; articles, book- or art-reviews, cultural critique or any kind of radical texts and artworks. We especially call for a review of active radical organizations in Iceland. Maximum length is 2000 words. Texts should be well structured, comprehensible and well-articulated. Texts in Icelandic and English will be accepted.

Those interested in participating with a contribution are asked to send an email to the Radical Summer University with information about the author, the topic of the text and estimated length. The deadline for submissions will be until July 1st, and completed material should be sent in before August 15th. Publication is planned for September 2020, both in print and online.

The organizers of the Radical Summer University,
sumarhaskolinn@gmail.com

This entry was posted in Róttæki sumarháskólinn 2020. Bookmark the permalink.

Comments are closed.