Jákvæð ummæli frá þátttakendum Róttæka sumarháskólans

Þátttakendur í Róttæka sumarháskólanum voru beðnir um að fylla út sérstakt spurningablað þar sem óskað var eftir viðbrögðum þeirra og skoðunum á því sem heppnaðist vel eða hefði mátt betur fara í námsstofunum. Hér fylgja nokkur af þeim jákvæðu lofsorðum sem finna mátti á þessum spurningablöðum, en um 215 slík bárust og eru þau nú í gaumgæfilegri skoðun.

 • „Þetta var allt æði“
 • „…fræðandi efni sem vekur til umhugsunar“
 • „Þátttaka nemenda í umræðum mikil og umræður lifandi. Áhugavert efni og vel framsett. Fjölbreyttur hópur fólks eða fólk úr öllum áttum – mjög jákvætt“
 • „Þetta er æði!“
 • „Meira svona takk!“
 • „Fannt allt mjög vel heppnað og mjög fræðandi … fóru fram úr mínum væntingum“
 • „…áhugavert efni … góðir fyrirlestrar“
 • „…námsstofur frábærar“
 • „Áhugavert efni, góður fyrirlesari“
 • „Þessi fyrirlestur var frábær, vel uppbyggður, áhugavekjandi og góð þátttaka í salnum“
 • „Báðar námsstofur mjög fróðlegar og skemmtilegar“
 • „Námsstofan var mikil hugvekja, fólk í salnum var duglegt að miðla af sinni þekkingu“
 • „Endurtakið sem fyrst!“
 • „Góð stemmning, kennarar mjög færir á sínu sviði“
 • „Mjög áhugaverð innsýn í hugmyndina og vinnuna á bakvið Róstur“
 • „Vakti til umhugsunar“
 • „Gott andrúmsloft“
 • „Yndislegt að vera í hópi fólks með svona góðar hugmyndir, framkvæmdavilja og óhrædd við að tjá skoðanir sínar“
 • „Skemmtilegur hópur fólks, úr víðari áttum en ég er vön“
 • „Vel mætt, mikið rætt!
 • „Mjög frjálslegt og velkomandi umhverfi“
 • „Rými fyrir alla að taka þátt.“
 • „Gaman að taka þátt í umræðum um efni sem er ekki í daglegri umræðu … áhugavert og gaman að hafa það í hópastarfi“
 • „Mjög góð persónuleg umfjöllun“
 • „Vakti mig til umhugsunar og vilja til að kynna mér málið frekar“
 • „Efni sett fram af þekkingu og áhuga“
 • „Magnaður, mjög mikilvægur og þarfur fyrirlestur“
 • „Glæsilegt framtak“
 • „Gott umfjöllunarefni, góðar umræður“
 • „Fróðlegt, ferskt, róttækar hugmyndir, afar vel fram sett“
 • „Mjög fræðandi, vel ígrundað, róttækt, byltingarkenndar hugmyndir“
 • „Góðir fyrirlestrar og skemmtilegar umræður“
 • „Vel uppbyggt og skemmtilega sagt frá. Opnar augu fyrir víðari sýn“
 • „Virkjaði fólk til samræðna“
 • „Allt vel heppnað“
 • „Góðir fyrirlesarar sem náðu að miðla efni fyrirlestranna vel“
 • „Upplýsandi um efni sem ég vissi lítið um áður“
 • „Mjög góða umræða um skilgreiningu róttækni“
 • „Gott að finna þennan sameiginlega vettvang og samhug“

 

This entry was posted in Fréttir og tilkynningar, Róttæki sumarháskólinn 2011. Bookmark the permalink.

Comments are closed.