Frjáls framlög talin

Meðan á kennslu í Róttæka sumarháskólanum stóð var þátttakendum boðið að leggja fram frjáls framlög í þar til gerðan kassa. Nú hafa þessi framlög verið talin og nema þau nákvæmlega 18.400 krónum. Þetta fé verður fyrst notað til að greiða fyrir kostnað vegna fjölritunar á blöðum og þess háttar, en sá kostnaður var í lágmarki. Afgangurinn verður svo notaður til að fleyta Róttæka sumarháskólanum úr vör næsta sumar.

Öllum sem lögðu í þetta púkk skal þakkað sitt örláta framlag!

This entry was posted in Fréttir og tilkynningar, Róttæki sumarháskólinn 2011. Bookmark the permalink.

One Response to Frjáls framlög talin

  1. Kristín Jónsdóttir says:

    Frábært framtak. Komið endilega með dagsetningarnar snemma, ef mögulegt er, svo við útlagarnir getum miðað Íslandsferðina við þetta.