Femínismi, aktívismi og internetið

Femínismi, aktívismi og internetið

Umsjón: Hildur Lilliendahl Viggósdóttir

Lýsing: Facebook, bloggsíður og athugasemdakerfi netmiðla hafa orðið áberandi vettvangur fyrir hörð skoðanaskipti og hvers kyns yfirlýsingar um þjóðmál og þekkta einstaklinga. Þar hefur jafnréttisbarátta kvenna ekki verið undantekning, og virðist raunar fátt kveikja heitari umræður í netheimum en femínismi. Mikla athygli vakti þegar Hilldur Lilliendahl Viggósdóttir safnaði saman niðrandi ummælum karlmanna um konur af netinu og birti í myndaalbúminu „Karlar sem hata konur“ á Facebook-síðu sinni. Í þessari námsstofu segir Hildur frá aðdraganda þess að hún birti myndaalbúmið. Þá verða afleiðingar gjörningsins og viðbrögð við honum skoðuð, og þeim spurningum velt upp hverju aðgerðir af þessu tagi geta skilað fyrir femíníska baráttu, hver markmiðin eru og hvaða leiðir að þeim eru heppilegastar. Góður tími verður gefinn fyrir umræður og skoðanaskipti.

Tími: Sun 12. ágúst 13:15-15:00

Skráning á Facebook-viðburð hér!

This entry was posted in Námsstofur 2012, Róttæki sumarháskólinn 2012. Bookmark the permalink.

Comments are closed.