Róttæk kennslufræði II

Róttæk kennslufræði II

Umsjón: Ingólfur Gíslason

Lýsing: Þessi námsstofa tekur upp þráðinn frá námsstofu um menntamál sem haldin var í Róttæka sumarháskólanum síðasta  sumar með afar góðri þátttöku. Reynt verður að fara dýpra í kenningar sem einungis var minnst á þá. Við munum einkum skoða og greina togstreitur sem herja á skólakerfi, kennara og nemendur. Nokkrar spurningar sem fengist verður við eru: Hvernig fara þessi hlutverk skólakerfisins saman: (a) Að stuðla að vitund um sameiginlega sögu, menningu og vitund og hagnýtri þekkingu allra, (b) að stuðla að því að hæfileikar hvers og eins fái að þroskast og njóta sín og (c) að nemendur veljist til ólíkra brauta og starfa út frá þeim árangri sem þeir ná á prófum? Hvernig getur kennari unnið bæði að því að nemendur njóti sín á sínum forsendum og því að undirbúa þá fyrir samkeppni um takmarkaðan fjölda sæta á æðri skólastigum eða á vinnumarkaði? Er hægt að kenna til félagslegrar meðvitundar og gagnrýni? Allir ættu að geta tekið þátt og haft gagn af námsstofunni, hvort sem þeir voru á námsstofunni í fyrra eða ekki.

Tími: Mán 13. ágúst 17:00-18:45

Skráning á Facebook-viðburð hér!

This entry was posted in Námsstofur 2012, Róttæki sumarháskólinn 2012. Bookmark the permalink.

Comments are closed.