Neyslan og djöfullinn: Andóf gegn iðnvæddum kapítalisma og vestrænum neysluháttum í þriðja heiminum

Umsjón: Helga Katrín Tryggvadóttir

Lýsing: Við sem erum uppalin í kapítalískri menningu eigum oft erfitt með að ímynda okkur veruleikann handan kapítalismans. Í þessari námsstofu verður fjallað um andóf gegn iðnvæðingu og kapítalisma, með áherslu á birtingarmyndir þess í „þriðja heiminum“. Einnig verður fjallað um hvernig andófhreyfingar úr „norðri“ og „suðri“ hafa sameinast um sameiginleg baráttumál. Hugmyndin um þróun og framfarir verður rædd og hvernig andóf gegn þróun birtist sem barátta fyrir náttúruvernd og verndun menningar. Hugmyndafræði alþjóðlegra andófshreyfinga verður kynnt og fjallað um þróun andófshreyfinga í átt frá hreyfingum sem stefndu að umbyltingu þjóðríkisins, til hreyfinga sem stefna fremur að sjálfræði frá ríkinu og hefðbundnum pólitískum stofnunum. Andóf innan þriðja heimsins birtist gjarnan sem barátta gegn vestrænu forræði og gegn þjóðríkinu. Í því samhengi verður litið á þróun andófshreyfinga frá marxisma í átt að anarkisma.

Tími: Sunnudagur 14. ágúst, 13:00-14:20

Námsstofa númer 0104

Skráning: sumarhaskolinn@gmail.com

This entry was posted in Róttæki sumarháskólinn 2011. Bookmark the permalink.

Comments are closed.