Áskoranir andófshreyfinga

Áskoranir andófshreyfinga

Umsjón: Egill Arnarson

Lýsing: Það er kunnara en frá þurfi að segja að oft er tilvera andófshreyfinga hvorki löng né sérlega lygn. Ef þær eru ekki andvana fæddar getur kostað átök að halda starfi þeirra gangandi þegar þeim mætir mikil tregða og andstaða. Engu að síður reynist snemmbær sigur slíkum hreyfingum jafnan dýrkeyptur og „hugmyndafræðilegur klofningur“ um stefnu og aðferðir á það til að ganga af þeim dauðum. Í verki sínu Gagnrýni díalektískrar skynsemi (1960) greinir franski heimspekingurinn Jean-Paul Sartre þróunina í lífi andófshreyfinga, frá því óvirkir einstaklingar renna saman í hóp með ákveðin baráttumál uns hópurinn tekur að setja mark sitt á umhverfið. Einkum skoðar Sartre, með „díalektískri“ aðferð sinni, hvernig innra skipulag hreyfinganna breytist í andstreymi, þær stofnanavæðast og taka að skilgreina innri óvini ekki síður en ytri mótstöðuöfl. Ætlunin í þessari námsstofu er að skoða hvort þessa lýsingu Sartre og hugsanlega fleiri höfunda og kanna hvort hún komi heim og saman við reynsluna af starfi andófshreyfinga.

Tími: Þri 14. ágúst 19:00-20:45

Skráning á Facebook-viðburð!

This entry was posted in Námsstofur 2012, Róttæki sumarháskólinn 2012. Bookmark the permalink.

Comments are closed.