Róttæk samvinnuhreyfing? Neytendasamvinna sem leið að byltingu

Róttæk samvinnuhreyfing? Neytendasamvinna sem leið að byltingu

Umsjón: Magnús Sveinn Helgason

Lýsing: Róttækur andkapítalismi er líklega ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar samvinnuhreyfingin er nefnd á nafn, en í upphafi 20. aldar var evrópska neytendasamvinnuhreyfingin víða stærri en verkalýðsfélög og stjórnmálahreyfingar verkamanna og var þannig einn helsti vettvangur pólitískrar skipulagningar verkalýðsins. Hugmyndasmiðir hreyfingarinnar settu fram róttækar hugmyndir um samfélagslegar breytingar og sköpun útópísks „samvinnuríkis“. Sökum þess að neytendasamvinnufélög tóku víða upp form hinnar kapítalísku samkeppni á millistríðsárunum hafa verkalýðssögufræðingar og róttækir sagnfræðingar oft gefið samvinnuhreyfingunni neikvæð eftirmæli. Á síðustu árum hafa fræðimenn hins vegar tekið að skoða hana í öðru ljósi, t.d. sem hluta af menningarlegri byltingu verkalýðsins, frekar en kapítalískri neyslubyltingu sem kæfði róttæka verkalýðsbaráttu. Neytendasamvinnuhreyfingin hafi verið tilraun til þess að skapa verkalýðsmenningu innan hins kapítalíska samfélags og leggja að velli kapítalíska auðhringa sem arðrændu almenning með of háu vöruverði og lélegum vörum. Í þessari námsstofu verður fjallað um neytendasamvinnu sem eina af mögulegum tegundum andkapítalísks andófs, og vísað til róttækrar sögu samvinnuhreyfingarinnar í Evrópu og víðar. Fjallað verður um hugmyndafræði neytendasamvinnunnar og þróun hennar og hvernig neytendasamvinnufélög brugðust við kapítalískri þróun á fyrri hluta 20. aldar og hvaða lærdóma við getum dregið af reynslu evrópskra neytendasamvinnufélaga.

Tími: Mið 8. ágúst 17:00-18:45

Skráning á Facebook-viðburð!

This entry was posted in Námsstofur 2012, Róttæki sumarháskólinn 2012. Bookmark the permalink.

Comments are closed.