Þóra – Hvað gerðist?

[AFLÝST]

Þóra – Hvað gerðist?

Umsjón: Ásmundur Ásmundsson

Lýsing: Forsetakosningarnar 2012 verða lengi í minnum hafðar af því að þær voru spennandi. Margir róttæklingar fundu ásættanlegan kandídat til að kjósa, þ.e.a.s kandídat sem virtist eiga raunhæfan möguleika að koma sitjandi forseta frá. Ungt fólk sem alla jafna syndir á móti straumnum og gengur hart fram gegn gildandi kerfi og viðmiðum sameinaðist Ingu Lind, Sjón, Bergi Ebba og Láru Björg í þeirri óvenjulegu draumsýn að koma Þóru Arnórsdóttur og manninum hennar Svavari Halldórssyni á Bessastaði. Hvaða sameiningarafl var það sem fékk þverskurð þjóðarinnar til að veðja á unga konu, þungaða af framtíðinni sem sinn kandídat? Hversvegna misheppnaðist framboðið svona gjörsamlega þrátt fyrir frábæra markaðssetningu og velvild fjölmiðla?

Tími: Mið 8. ágúst 21:00-22:45

Skráning á Facebook-viðburð!

This entry was posted in Námsstofur 2012, Róttæki sumarháskólinn 2012. Bookmark the permalink.

One Response to Þóra – Hvað gerðist?

 1. Haraldur Gunn. says:

  Að mörgu leyti var Þóra ímynd Gamla Íslands, þegar leiðtogar og stjórnendur áttu að vera ungir, því það átti að sýna ferksleika, mikinn kraft og sóknarhug, áræðni og ferskleika.
  Þetta var einmitt einkenni hinna vösku útrásarvíkinga og stjórnenda gömlu fjármálafyrirtækjanna.

  En að sama skapi skorti þessa ungu og áræðnu stjórnendur lífsreynslu og yfirvegum, og fórum fram af meira kappi en forsjá.

  Þóra var (er) því að mörgu leyti ímynd hins Gamla Íslands.

  Í dag er fólk orðið meira íhaldssamara og leitar að öryggi og stöðugleika eftir hremmingar Hrunsins.
  Fólk leitar að því sem það getur treyst og veit að stendur fyrir hin gömlu og traustu gildi.

  Sjáið bara þau skötuhjú, Steingrím og Jóhönnu?
  Eru þau ekki meira trúverðugari og meira traustvekjandi en t.d Björgvin G. Sigurðsson eða Þórunn Sveinbjarnardóttir (sem út af fyrir sig eru ágæt), en vantar bara lífsreynslu og þann myndugleika sem hún gefur.

  Að mörgu leyti var Þóra því fórnarlamb þessa hugarfars, þó svo að hún sé að mörgu leyti frambærileg.

  En tími Þóru mun koma. Hún þarf bara að þroskast, slípast og öðlast meiri lífsreynslu.