Af marxisma – námsstofa í tilefni útgáfu rafbókar

Af marxisma – námsstofa í tilefni útgáfu rafbókar

Þessi námsstofa er helguð umræðum um efni bókarinnar Af Marxisma sem út kom árið 2009, en hún inniheldur þýðingar og frumsamdar greinar sem snerta á marxískri samfélagshugsun og menningargagnrýni síðustu áratuga. Tilefnið er rafræn útgáfa bókarinnar í júlí 2012. Hægt er að hlaða niður bókinni í heild eða einstökum greinum gjaldfrjálst á heimasíðu Róttæka sumarháskólans. Námsstofan samanstendur af tveimur pallborðum þar sem höfundar og þýðendur efnis í bókinni ræða um framlag sitt, skiptast á skoðunum og taka við fyrirspurnum úr sal. Eindregið er hvatt til að þátttakendur hafi lesið viðkomandi greinar og leggi orð í belg.

Pallborð A: Hugmyndafræði, sjálfsvera og marxísk menningargreining [tengill á Facebook-viðburð]

Lýsing: Í þessu fyrra pallborði námsstofunnar mun Egill Arnarson segja stuttlega frá hugmyndum Louis Althusser um „hugmyndafræðileg stjórntæki ríksins“ og einnig ræða hinar áhrifamiklu kenningar Alains Badiou. Magnús Þór Snæbjörnsson segir frá kenningu Fredrics Jameson um póstmódernisma og síðkapítalíska menningu. Anna Björk Einarsdóttir gagnrýnir póstmóderníska höfundarvirkni með vísun í skáldsögur Sjóns, tónlist Bjarkar og nýleg skrif fræðimanna.

Lesefni:
– Alain Badiou: „Löngun heimspekinnar“
– Louis Althusser: „Hugmyndafræði og hugmyndafræðileg stjórntæki ríkisins“
– Fredric Jameson: „Póstmódernismi eða menningarleg rökvísi síðkapítalismans“
– Anna Björk Einarsdóttir: „Her af mér eða póstmódernísk höfundarvirkni“

Tími: Lau 11. ágúst 11:00-12:30

Pallborð B: Tími, saga og bylting [tengill á Facebook-viðburð]

Lýsing: Í þessu seinna pallborði námsstofunnar mun Björn Þorsteinsson segja frá hugmyndum þýska hugsuðarins Walters Benjamin um ‘messíanískan’ tíma byltingarinnar, Ottó Másson ræðir um þróun marxískrar söguskoðunar í ólgusjó tuttugustu aldarinnar, og Viðar Þorsteinsson fjallar um áhrif franskrar heimspeki á ítalskan átónómisma, sér í lagi kenningar Antonios Negri.

Lesefni:
– Björn Þorsteinsson: „Framtíð frelsunarinnar. Vandinn að erfa hið messíaníska loforð“
– Ottó Másson: „Marx og sagan“
– Viðar Þorsteinsson: „Speglasalur vinnunnar. Af Deleuze og ítölskum marxisma“
– Antonio Negri: „Kommúnismi. Fáeinar hugleiðingar um hugtakið og notkun þess“

Tími: Sun 12. ágúst 11:00-12:30

This entry was posted in Námsstofur 2012, Róttæki sumarháskólinn 2012. Bookmark the permalink.

Comments are closed.