Argentínska efnahagshrunið og hið nýja argentínska bíó

Argentínska efnahagshrunið og hið nýja argentínska bíó

Umsjón: Anna Björk Einarsdóttir

Lýsing: Í námsstofunni verður farið yfir nokkrar skýringar fræðimanna á hruni hins argentínska efnahagskerfis. Leitast verður við að greina þær skýringar sem gefnar voru á hruninu áður en kreppan 2008 skall á. Kostir og gallar þessara skýringa verða útlistaðir. Þá verður fjallað um þá greiningu á argentínskum efnahag sem birtist í verkum Fernando Solanas og sýnd brot úr kvikmyndum hans La Hora de los Hornos (1968) sem og Memoria del Saqueo (2004). Að lokum verða stefnur og straumar hins ný-realíska bíós í Argentínu (1998–2012) kynnt. Sérstök áhersla verður lögð á birtingarmyndir hins argentínska efnahags í þessum kvikmyndum, einkum myndum sem gerðar voru fyrir hrunið 2001. Að lokum verður kvikmynd Martín Rejtman, Los guantes mágicos (2003) sýnd í fullri lengd.

Tími: Mán 13. ágúst 19:00-20:45 (auka tími fyrir bíósýningu 21:00-22:45 sama kvöld)

Skráning á Facebook-viðburð!

This entry was posted in Námsstofur 2012, Róttæki sumarháskólinn 2012. Bookmark the permalink.

Comments are closed.