Nám í Róttæka sumháskólanum

  • Námsstofur og námskeið Róttæka sumarháskólans eru opin öllum, þar með talið þeim sem litla eða enga reynslu hafa af pólitískum aktívisma. Engar kröfur um fyrri skólagöngu eða starfsreynslu eru gerðar til þátttakenda.
  • Ekkert þátttökugjald þarf að greiða. Skriflegt námsefni, þar sem við á, verður aðgengilegt gjaldfrjálst í gegnum internetið.
  • Námskeið í Róttæka sumarháskólanum eru sett saman úr námsstofum, sem að jafnaði hafa hver sinn umsjónarmann. Þannig getur eitt námskeið verið sett saman úr tveimur eða þremur námsstofum í umsjón ólíkra einstaklinga. Námsstofum er raðað saman í námskeið með tilliti til skyldleika umfjöllunarefna. Engin krafa er um að þátttakendur sitji allar námsstofurnar í hverju námskeiði.
  • Lengd hverrar námsstofu er 80 mínútur, sem skipt er upp í fyrirlestur og umræður eftir hentugleikum.
  • Námsstofur eru haldnar í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar, Hringbraut 121 í Vesturbænum í Reykjavík (gamla JL-húsið á horni  Hringbrautar og Eiðsgranda/Ánanausta). Húsnæðið er á fjórðu hæð en er aðgengilegt með lyftu. Stofuskipan verður tilkynnt síðar.
This entry was posted in Fyrirkomulag, Róttæki sumarháskólinn 2011. Bookmark the permalink.

Comments are closed.