Skráning í námsstofur Róttæka sumarháskólans

Ekki er skilyrði að hafa skráð sig til þess að mæta í námsstofur Róttæka sumarháskólans. Þess er þó óskað að áhugasamir tilkynni um þátttöku sína, einkum til að þeir geti fengið aðgang að námsefni í tæka tíð. Það er hægt að gera í gegnum tölvupóst eða Facebook. Tölvupóstur: sendið tölvupóstskeyti á netfangiðsumarhaskolinn@gmail.com og tilgreinið þá námsstofu eða námsstofur sem þið hafið áhuga á að sitja. Facebook: Finnið ‘viðburð’ (‘event’) viðkomandi námsstofu á Facebook og staðfestið þátttöku með ‘Ég mæti’ (‘Attending’) hnappnum. Þátttekendur fá síðan námsefni sent í gegnum þá samskiptaleið sem þeir velja, tölvupóst eða Facebook. Vinsamlegast veljið aðra hvora leiðina, ekki báðar.

This entry was posted in Fyrirkomulag, Róttæki sumarháskólinn 2011. Bookmark the permalink.

Comments are closed.