Af marxisma kemur út í rafrænni útgáfu – hlaðið niður ókeypis

Róttæka sumarútgáfan kynnir rafræna útgáfu safnritsins Af marxisma í ritstjórn Magnúsar Þórs Snæbjörnssonar og Viðars Þorsteinssonar. Bókin, sem kom áður hjá Nýhil árið 2009, inniheldur fimm frumsamdar greinar eftir íslenska fræðimenn sem allar snerta á aðferðum og umfjöllunarefnum marxisma í hugvísindum. Bókin inniheldur einnig vandaðar þýðingar á verkum þekktra erlendra fræðimanna úr hinni marxísku hefð.

Greinar bókarinnar eiga erindi við allt áhugafólk um heimspeki, hugvísindi, menningarfræði og félagsvísindi, en einnig við þá sem hafa áhuga á hinni marxísku kenningahefð og tengslum hennar við réttlætisbaráttu í samtímanum. Útgáfunni er fylgt úr hlaði með tveimur námsstofum í Róttæka sumarháskólanum 2012, sem lesa má um hér. Allir áhugasamir eru hvattir til að kynna sér efni bókarinnar og mæta á námsstofunnar.

Hlaðið niður bókinni hér!

This entry was posted in Fréttir og tilkynningar, Róttæki sumarháskólinn 2012. Bookmark the permalink.

Comments are closed.