Um Róttæka sumarháskólann

Róttæki sumarháskólinn leitast við að tengja saman róttækan aktívisma og hugmyndir. Með róttækum aktívisma er átt við baráttuna fyrir efnahagslegu réttlæti, umhverfisvernd, femínisma, lýðræði og réttindum minnihlutahópa, svo dæmi sé nefnt. Með hugmyndum er átt við hvers kyns mannlega hugsun, hvort sem hún eru listræn, fræðileg, eða sprottin beint úr reynslu hversdagsins. Markmið Róttæka sumarháskólans er, með orðum Hauks Más Helgasonar, að efla hreyfingu róttækra aktívista á Íslandi sem hugsandi líkama með samtakamátt. Róttæki sumarháskólinn byggir alfarið á sjálfboðavinnu og frumkvæði áhugasamra einstaklinga. Umsjón með Róttæka sumarháskólanum sumarið 2011 hefur Viðar Þorsteinsson.

 

This entry was posted in Fyrirkomulag, Róttæki sumarháskólinn 2011. Bookmark the permalink.

Comments are closed.