Verðlaunaður fréttavefur hægrimanna fjallar um Róttæka sumarháskólann

Róttæki sumarháskólinn gleymir stundum að skoða hinn verðlaunaða fréttavef íslenskra hægrimanna, AMX. Það er bagalegt því AMX var einna fyrstur íslenskra fjölmiðla til að veita Róttæka sumarháskólanum 2012 athygli.

Í ítarlegri umfjöllun á „Smáfugla“-síðu AMX þann 17. júlí er fréttatilkynning um Róttæka sumarháskólann 2012 endursögð með glettnum innskotum blaðamanns. Njótið hér!

Fréttavefurinn AMX hlaut frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar árið 2012 og er einn virtasti vettvangur blaðamannsku og skoðanaskipta á Íslandi.

This entry was posted in Fjölmiðlaumfjöllun 2012, Róttæki sumarháskólinn 2012. Bookmark the permalink.

One Response to Verðlaunaður fréttavefur hægrimanna fjallar um Róttæka sumarháskólann

  1. Sigurður Unuson says:

    Grundvallarbreytingar, ha hvað er það? Róttækt, bíddu bíddu er ekki allt slétt og fellt á yfirborðinu? Já er ekki óþarfi að vilja breyta einhverju ef það er eins frábært og það er, já svo sannarlega allt er fullkomið, amk ef þið getið fra er ég viss um þeir sem hafa kost á því að mæta í Róttæka sumarháskólann.