Áskoranir femínismans: Frá greiningu til framkvæmdar

Umsjón: Áslaug Einarsdóttir, Helga Katrín Tryggvadóttir og Valdís Björt Guðmundsdóttir

Lýsing: Námsstofan miðar að því að skoða kynjamisrétti í samhengi við kynþáttahyggju, stigveldi og kapítalisma. Er nauðsynlegt að setja femínisma í samhengi við þessa þætti eða á femínismi á hættu að verða skilinn út undan í því samhengi? Fjallað verður um þá togstreitu sem getur komið upp milli baráttunnar fyrir réttindum og baráttunnar fyrir því að breyta menningu. Þá verður spurt: Er réttlætanlegt að femínistar berjist fyrir réttindum annarra kvenna og höfum „við“ leyfi til að skilgreina aðra? Fjallað verður um þessi álitamál út frá deilum um íslam og femínisma. Hluti námskeiðsins verður lagður undir umræður um viðbrögð og aðgerðir: Hvernig getum við umbreytt greiningu í framkvæmd?

Tími: Mánudagur 15. ágúst, 21:00-22:20

Námsstofa númer 0201

Skráning: sumarhaskolinn@gmail.com

This entry was posted in Námsstofur 2011, Róttæki sumarháskólinn 2011. Bookmark the permalink.

One Response to Áskoranir femínismans: Frá greiningu til framkvæmdar

  1. Pingback: Frábær aðsókn á Róttæka sumarháskólann | Róttæki sumarháskólinn