Róttækur femínismi: Að taka ábyrgð á kynferðisofbeldi í eigin röðum

Umsjón: Arnþrúður Ingólfsdóttir

Lýsing: Í námsstofunni verður fjallað um kynferðisofbeldi og róttækar leiðir til að takast á við það. Í fyrri hluta námsstofunnar verður sjónum beint að þeirri orðræðu sem þrífst innan ólíkra hópa til að afsaka og ýta undir menningu þar sem kynferðisofbeldi viðgengst. Rætt verður um hvernig orðræðan tekur á sig mynd þeirrar hugmyndafræði sem fólk kennir sig við, hvort sem það er innan Krossins, vinstri hreyfinga, meðal franskra sósíalista eða anarkista. Þá verður fjallað um ýmis algeng viðhorf til kynlífs sem leiða til andlegs eða líkamlegs kynferðisofbeldis, t.d. að þögn sé sama og samþykki fyrir kynlífi. Einnig verður rætt um afleiðingar slíks ofbeldis fyrir gerendur og þolendur og hvernig það viðheldur kynjuðum valdastrúktúr í samfélaginu. Í síðari hluta námsstofunnar verður sjónum beint að leiðum sem sem róttækir hópar hafa komið sér upp til að taka á afleiðingum ofbeldis í nærsamfélaginu. Svokallaður „accountability process“, þar sem gerandinn er látinn horfast í augu við upplifun þolandans, verður tekinn sem dæmi. Efnið verður jafnframt sett í samhengi við feminísk fræði, t.d. skrif Audre Lorde.

Tími: Þriðjudagur 16. ágúst, 19:30-20:50 og miðvikudagur 17. ágúst, 19:30-20:50

Námsstofa númer 0202

This entry was posted in Námsstofur 2011, Róttæki sumarháskólinn 2011. Bookmark the permalink.

Comments are closed.