Róttæk kennslufræði

Umsjón: Ingólfur Gíslason

Lýsing: Skólakerfi eru eitt öflugasta tæki samfélagsins til að viðhalda stéttaskipan og opinberri hugmyndafræði. Í skólanum lærum við hver við erum og hvað við eigum að vilja vera. Róttæk eða gagnrýnin kennslufræði snýst um að skilja og hafa áhrif á tengsl skóla og samfélags. Hún reynir að finna fleti á kennslu og námi sem styrkja sjálfsforræði nemenda og kennara, um leið og slík kennslufræði leitast við að efla baráttuna fyrir félagslegu réttlæti. Í námsstofunni reynum við að hugsa saman um virkni skóla og mótsagnakenndar hugmyndir um þá, og möguleikann á að endurskapa aðstæður nemenda og kennara í skólum og í samfélaginu.

Tími: Laugardagur 13. ágúst, 14:30-15:50

Námsstofa númer 0301

Skráning: sumarhaskolinn@gmail.com

This entry was posted in Námsstofur 2011, Róttæki sumarháskólinn 2011. Bookmark the permalink.

Comments are closed.