Hvað er róttækni?

Umsjón: Davíð Kristinsson

Lýsing: Í námsstofunni er ætlunin er að velta vöngum yfir hugtakinu „róttækur“, hvaða merkingu það hafi á ólíkum sviðum samfélagsins og hvað sameini mismunandi merkingu þess. Merking hugtaksins verður skoðuð með hliðsjón af gömlum íslenskum dagblöðum og textum hugsuða á borð við Friedrich Nietzsche, Theodor Adorno, Hönnu Arendt, Michel Foucault og Pierre Bourdieu. Auk þess verður hugað að því hverjir leitist við að vera róttækir, hvað búi að baki og hvort ávallt gildi reglan: því róttækara því betra.

Tími: Mánudagur 15. ágúst, 19:30-20:50

Námsstofa númer 0302

Skráning: sumarhaskolinn@gmail.com

This entry was posted in Námsstofur 2011, Róttæki sumarháskólinn 2011. Bookmark the permalink.

Comments are closed.