RóSu 2013 boðar komu sína – mögnuð dagskrá framundan

Kæru félagar.

14.-20. ágúst 2013 verður Róttæki sumarháskólinn haldinn í þriðja sinn.

Dagskrárdrög eru ógnvænlega spennandi. Fjallað verður um hinsegin baráttu, matvælapólitík, kjarnorku, olíuleit, loftslagsbreytingar, anarkó-kommúnisma, félagsvæðingu og efnahagslegt lýðræði, og þeirri spurningu verður svarað hvort vinstripólitík sé of hrokafull.

Í sumar verður í fyrsta sinn mætt óskum um námsstofur á ensku, en í hópi umsjónarfólks í ár eru tveir fyrirlesarar sem heimsækja okkur alla leið frá Bandaríkjunum.

Nýbreytni er að nú verður greint á milli námsstofa, sem leggja áherslu á nám og umræður, og aðgerðastofa, sem miða að því að skipuleggja tiltekið starf eða aktívisma.

Húsnæði er sem fyrr salur ReykjavíkurAkademíunnar, Hringbraut 121 í Vesturbæ Reykjavíkur.

Náms- og aðgerðastofulýsingar birtar fljótlega!

Í millitíðinn, fylgist með hér á blogginu eða á Facebook-síðunni.

This entry was posted in Fréttir og tilkynningar, Róttæki sumarháskólinn 2013. Bookmark the permalink.

Comments are closed.