Róstur: Grasrótarfjölmiðlun í verki

Umsjón: Anna Þórsdóttir og Helga Katrín Tryggvadóttir

Lýsing: Róstur eru grasrótarfjölmiðill sem hefur verið starfræktur frá því í mars 2010. Á þeim tíma hafa Róstur farið frá því að vera prentað mánaðarrit yfir í að vera stopull vefmiðill. Aðstandendur Rósta eru þó enn trúir þeim hugsjónum sem lagt var upp með: Að reka fjölmiðil án valdastrúktúrs og gróðamarkmiða. Í námsstofunni munu Róstur-liðar miðla af reynslu sinni og svara spurningunum hvað tókst vel og hvað hefði mátt fara betur? Hvers vegna gengur oft illa að halda gangandi verkefnum sem eru ekki starfrækt í gróðaskyni og hvernig er hægt að breyta því? Þeir sem hafa áhuga á að leggja fram krafta sína til að viðhalda grasótarfjölmiðlun á Íslandi eru sérstaklega hvattir til að taka þátt í þessari námsstofu.

Tími: Sunnudagur 14. ágúst, 14:30-15:50

Námsstofa númer 0303

Skráning: sumarhaskolinn@gmail.com

This entry was posted in Námsstofur 2011, Róttæki sumarháskólinn 2011. Bookmark the permalink.

6 Responses to Róstur: Grasrótarfjölmiðlun í verki

 1. Verkfræðingur A says:

  Róstur, rusli betra.

 2. admin says:

  Mun betra! Kv Rósu

 3. Jón Jón Jónsson says:

  Þarna ætti ég heima … má ég koma úfinn og lúinn
  en með eldinn falinn í togspenntum taugum ?

 4. admin says:

  Mátt koma úfinn, lúrinn, glúrinn, stúrinn, fúinn jafnvel … og enginn þörf að fela eldinn

 5. Jón Jón Jónsson says:

  Takk æðislega mikið fyrir;
  ég kem þá bara með taugarnar á útopnu kósan-gasi
  og prímus í höndunum … þannig gerast kraftaverkin
  sem mæta, bæta og kæta

  ps / es

  bíbí laufdal
  andar til ykkar kveðju
  og segist elska ykkur öll
  í svifi og í sveigju og í
  kliðmjúkum söng
  í launhelgum trjánna
  … með honum Snorra
  að flétta lárviðarsveiga
  en því miður
  birtist bíbí laufdal
  bara í anda
  svo sjáum ekki skil okkar handa
  en hún er samt alltaf
  með okkur í anda
  alltaf með okkur í anda
  að anda blása í glæðurnar.

 6. Jón Jón Jónsson says:

  Kósan-gasið hefur af mér illskiljanlegum ástæðum breyst í helíum,
  og það sem dularfyllra er: Ég hef af ógætni andað því að mér og rödd mín
  orðið og orðin mér óþekkjanleg með öllu.

  Ef mér tekst að blása því öllu í blöðrur og hnýta gordíonshnút fyrir,
  þá gæti ég fræðilega mætt en fari í verra, þá vitiði vanda minn
  sbr. þetta sunnudags-vottorðs vegna helíums í öndunarfærum.