Er sumarið tíminn fyrir róttækni? Listaverkið og stofnunin

Umsjón: Ásmundur Ásmundsson

Lýsing: Í námsstofunni skoðar Ásmundur Ásmundsson myndlistarmaður nokkur listaverk með róttækum gleraugum sumarháskólans. Ásmundur flytur fyrirlestur byggðan á reynslu sinni af gjörningalist, höggmyndalist, sýningastjórnun, skáldsagnagerð, greinaskrifum, ræðuhöldum, fyrirlestrum og kennslu. Sjónum verður sérstaklega beint að samskiptum listamanna við liststofnanir og listapólitík á Íslandi. Markmið námsstofunnar er að veita innsýn í þá stofnanaveröld sem mætir listamönnum og hvernig þeir geta afhjúpað hana með starfi sínu. Þannig geta listamenn varpað ljósi á þær hefðbundnu og oft íhaldssömu hugmyndir um listir sem ráða för í menningarlífinu. Dæmi verður tekið af verkinu Fallegasta bók í heimi sem sett var upp á sýningunni Koddu í Nýlistasafninu og Allíans-húsinu nýverið við lítinn fögnuð.

Tími: Sunnudagur 14. ágúst, 16:00-17:20

Námsstofa númer 0304

Skráning: sumarhaskolinn@gmail.com

This entry was posted in Námsstofur 2011, Róttæki sumarháskólinn 2011. Bookmark the permalink.

Comments are closed.