Umsjón: Andri Þorvaldsson og Hlöðver Sigurðsson
Lýsing: Markmið þessarar aðgerðastofu er að mynda hóp fólks sem geti orðið kjarninn í anarkó-kommúnísku félagsstarfi, með áherslu á skrif og útgáfu á netinu. Umsjónarmenn aðgerðastofunnar hafa tekið þátt í hópnum Uppræting, sem stofnaður var árið 2012 með bakgrunn í Occupy Reykjavík. Innan Upprætingar hafa lengi verið áform um að hefja útgáfu vefrits, en samtökin ætla sér ekki að starfa innan hins hefðbundna stjórnmálakerfis á Íslandi. Í aðgerðastofunni er ætlunin að fólk taki þátt í umræðum og skiptist á hugmyndum um útgáfustarfsemi á netinu í anda anarkó-kommúnisma. Umsjónarmenn munu útskýra nánar þá blöndu af anarkisma og kommúnisma sem rætt hefur verið um innan Upprætingar, og erindi þeirrar hugmyndafræði við ýmis vandamál í samtímanum.
SKRÁNING ÓÞÖRF! Boðun komu á Facebook-viðburð er vel þegin, en að öðru leyti er engrar skráningar krafist á náms- og aðgerðastofur RóSu2013.
Tími: Sunnudagur 18. ágúst · 20:00–21:45