Félagsvæðing fjármálakerfisins

Umsjón: Þorvaldur Þorvaldsson

Lýsing: Skipbrot fjármálakerfisins árið 2008 hefur haft miklar afleiðingar fyrir kjör almennings um allan heim. Ríkisstjórnir hafa ausið fé í björgunaraðgerðir til handa bönkum og fjármálastofnunum, en slíkar aðgerðir eru einkum fjármagnaðar með niðurskurði á almannaþjónustu og hækkun neysluverðs. Í ljósi þess að almenningur og ríkisvald eru þannig neydd til að halda uppi ósjálfbæru bankakerfi, hafa margir róttækir vinstriflokkar spurt hvort ekki sé rökrétt og sanngjarnt að setja þetta kerfi beint undir félagslega stjórn. Á Íslandi hefur Alþýðufylkingin talað fyrir ‘félagsvæðingu’ bankakerfisins, ásamt öðrum grunnstoðum samfélagsins, og rökstutt að félagsvæðing sé eina leiðin að raunverulegum jöfnuði í samfélaginu. Þar sem allt í samfélaginu tengist á einhvern hátt hinu fjármálavædda efnahagslegslífi, þá er þar krafan um félagsvæðingu fjármálakerfisins mikilvægust. En hvað, nákvæmlega, er félagsvæðing? Hvers vegna er félagsvæðing fjármálakerfisins svona brýn? Hvaða leiðir eru færar að henni? Fyrir þessa málstofu er gagnlegt að lesa erindi Þorvaldar Þorvaldssonar á heimasíðu Alþýðufylkingarinnar

SKRÁNING ÓÞÖRF! Boðun komu á Facebook-viðburð er vel þegin, en að öðru leyti er engrar skráningar krafist á náms- og aðgerðastofur RóSu2013.

Tími: Föstudagur 16. ágúst · 20:00–21:45

This entry was posted in Náms- og aðgerðastofur 2013, Róttæki sumarháskólinn 2013. Bookmark the permalink.

One Response to Félagsvæðing fjármálakerfisins

  1. Pingback: Nei hæ! Þorvaldur Þorvaldsson | Róttæki sumarháskólinn