Pallíettubyltingin. Hinsegin aktívismi á tímamótum

Umsjón: Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, Íris Ellenberger og Svandís Anna Sigurðardóttir

Lýsing: Í námsstofunni verður fjallað á gagnrýnin hátt um hinsegin málefni með Gleðigönguna og Hinsegin daga í forgrunni. Margt hefur áunnist í baráttu hinsegin fólks á Íslandi á undanförnum árum og áratugum, sérstaklega þegar kemur að réttarstöðu. Hugmyndinni um Ísland sem fyrirheitna landið og fyrirmynd annarra þjóða þegar kemur að málefnum hinsegin fólks hefur verið haldið á lofti bæði af þeim sjálfum sem og almenningi. En hvaða samfélagslegu skilaboð sendir Gleðigangan? Er hún rótttæk aðgerð eða viðheldur hún ríkjandi kerfi? Hér verður fjallað um hinsegin aktívisma með gleðigönguna sem útgangspunkt og til að mynda skoðað hvernig hugmyndir um þjóðernishyggju, kapítalisma og ný-frjálshyggju hafa áhrif á ríkjandi hinsegin orðræðu. Spurt verður hvort þær baráttuaðferðir sem notaðar eru í dag beri árangur eða hvort þær þjóni aðeins fámennum hópi og séu jafnvel til þess fallnar að breiða yfir kúgun og misrétti. Þátttakendur eru boðnir til skrafs og ráðagerða um hvers konar aktívismi sé vænlegastur til að brjóta cis-gagnkynhneigða regluveldið á bak aftur. Æskileg heimavinna er að þátttakendur mæti í Gleðigönguna sem haldin verður helgina á undan námsstofunni.

SKRÁNING ÓÞÖRF! Boðun komu á Facebook-viðburð er vel þegin, en að öðru leyti er engrar skráningar krafist á náms- og aðgerðastofur RóSu2013.

Tími: Laugardagur 17. ágúst · 13:00-14:45 & sunnudagur 18. ágúst · 13:00–14:45

This entry was posted in Náms- og aðgerðastofur 2013, Róttæki sumarháskólinn 2013. Bookmark the permalink.

2 Responses to Pallíettubyltingin. Hinsegin aktívismi á tímamótum

  1. Pingback: Nei hæ! Svandís Anna Sigurðardóttir | Róttæki sumarháskólinn

  2. Pingback: Nei hæ! Íris Ellenberger | Róttæki sumarháskólinn