Er vinstristefna of hrokafull?

Umsjón: Egill Arnarson

Lýsing: Vinstristefnu er oft borið á brýn að hún sé úr tengslum við hversdagsleg vandamál „venjulegs“ eða „vinnandi“ fólks. Þannig er hún sögð boða óraunhæfar lausnir í stjórnmálum, sem henti einkum menntamönnum eða opinberum starfsmönnum, og talsmenn stefnunnar vændir um vissan hroka í garð alþýðu manna. Í þessari námsstofu er ætlunin að kanna hugmyndir franska heimspekingsins Jacques Rancière (f. 1940) en á ferli sínum hefur hann fjallað um þetta vandamál í ólíku samhengi. Annars vegar birtist það honum í viðleitni marxista til þess að frelsa óupplýstan almúgann með réttri þjóðfélagskenningu, hins vegar í því að upphefja reynsluheim verkamanna sem eigi að veita veruleikafirrtari samfélagshópum pólitíska leiðsögn. Hvort tveggja leiðir að hans mati til þess að þeir sem í orði kveðnu vilji umskapa þjóðfélagið hafa í raun mestan áhuga á að treysta eigin stöðu innan þess. Kannað verður hversu viðeigandi þessi gagnrýni geti talist á Íslandi í dag.

SKRÁNING ÓÞÖRF! Boðun komu á Facebook-viðburð er vel þegin, en að öðru leyti er engrar skráningar krafist á náms- og aðgerðastofur RóSu2013.

Tími: Fimmtudagur 15. ágúst · 20:00–21:45

This entry was posted in Náms- og aðgerðastofur 2013, Róttæki sumarháskólinn 2013. Bookmark the permalink.

One Response to Er vinstristefna of hrokafull?

  1. Pingback: Nei hæ! Egill Arnarson | Róttæki sumarháskólinn