Andóf gegn olíuvinnslu

Umsjón: Finnur Guðmundarson Olguson og Nanna Hlín Halldórsdóttir

Lýsing: Þessi aðgerðastofa gengur út á skipulagningu andófs gegn olíuleitinni á Drekasvæðinu, sem er aðkallandi verkefni fyrir umhverfisverndarsinna og baráttufólk gegn loftslagsbreytingum. Upplýsingar sem fyrir liggja varðandi málið verða kynntar í stuttu máli, og síðan tillögur lagðar fram um hvað hægt sé að gera til að koma í veg fyrir að Íslendingar verði olíuvinnsluþjóð. Mögulegar aðgerðir verða ræddar og grunnur lagður að því að mismunandi hópar geti hist áfram og gert aðgerðir sínar að raunveruleika. Samhliða aðgerðastofunni verður gangsett vefsíða um umhverfismál. Þar er ætlunin að hafa gott safn nýrra og eldri greina, en jafnframt á síðan að þjóna sem grundvöllur fyrir róttækar aðgerðir í þágu umhverfisins. Tillögur og umræður sem verða til á fundinum verða skrásettar og nýttar til áframhaldandi vinnslu og til miðlunar á vefsíðunni.

SKRÁNING ÓÞÖRF! Boðun komu á Facebook-viðburð er vel þegin, en að öðru leyti er engrar skráningar krafist á náms- og aðgerðastofur RóSu2013.

Tími: Fimmtudagur 15. ágúst · 18:00–19:45

This entry was posted in Aðgerðastofur 2013, Náms- og aðgerðastofur 2013, Róttæki sumarháskólinn 2013. Bookmark the permalink.