Lýðræðisleg fyrirtæki og hagkerfið

Umsjón: Kristinn Már Ársælsson

Lýsing: Leikreglur lýðræðisins þykja sjálfsagðar víða um heim, en fyrirtæki og í raun hagkerfið allt eru engu að síður undanskilin þessum reglum. Í námsstofunni verður fjallað um lýðræðisleg fyrirtæki, en fjölmörg slík fyrirtæki eru rekin með góðum árangri. Rætt verður um fyrirbærið sem slíkt, dæmi um slík fyrirtæki og rannsóknir á þeim. Einnig verður spurt hvaða hagfræðilegar hömlur kunna að standa í vegi fyrir lýðræðislegum fyrirtækjum. Loks verður stutt umfjöllun um hugmyndir að lýðræðisvæðingu hagkerfisins. Þar verður litið til nokkurra stofnanalíkana sem og rædd gagnrýni á nýklassíska hagfræði.

SKRÁNING ÓÞÖRF! Boðun komu á Facebook-viðburð er vel þegin, en að öðru leyti er engrar skráningar krafist á náms- og aðgerðastofur RóSu2013.

Tími: Miðvikudagur 14. ágúst · 20:00–21:45

This entry was posted in Náms- og aðgerðastofur 2013, Róttæki sumarháskólinn 2013. Bookmark the permalink.