Róttæki sumarháskólinn: Hvað hefur unnist? Hvert stefnum við?

Umsjón: Umsjónarfólk náms- og aðgerðastofa og aðrir aðstandendur Róttæka sumarháskólans

Lýsing: Róttæki sumarháskólinn er kominn vel á veg með að verða einn af hornsteinum róttækra vinstristjórnmála utan flokka á Íslandi. Mikil barátta er framundan, og róttæka vinstrið bíður þess enn að ná eyrum þorra almennings í baráttunni gegn kapítalisma, heimsvaldastefnu, karlaveldi, náttúruspjöllum, rasisma og öðrum formum kúgunar. Nú þegar sumarháskólinn er haldinn þriðja sumarið er gott tækifæri að líta yfir farinn veg, spyrja hvaða árangur hefur náðst og íhuga hvernig Róttæki sumarháskólinn getur styrkt baráttu framtíðarinnar sem best. Í þessari aðgerðastofu er ætlunin að bjóða öllum áhugasömum til umræðu um starf Róttæka sumarháskólans, og virkrar þátttöku í því starfi. Markmiðið er að opna, stækka og efla hópinn sem starfar í kringum RóSu. Allir eru velkomnir, en hér er sérstaklega höfðað til þeirra sem geta hugsað sér að leggja af mörkum til RóSu á næstu árum í formi sjálfboðavinnu, hvort sem er í kringum smíði námsskrár eða önnur verkefni.

SKRÁNING ÓÞÖRF! Boðun komu á Facebook-viðburð er vel þegin, en að öðru leyti er engrar skráningar krafist á náms- og aðgerðastofur RóSu2013.

Tími: Þriðjudagur 20. ágúst · 18:00–19:45

This entry was posted in Aðgerðastofur 2013, Náms- og aðgerðastofur 2013, Róttæki sumarháskólinn 2013. Bookmark the permalink.

Comments are closed.