Afganistan: Gjald hefndarinnar. Biósýning og umræður um vestræna íhlutunarstefnu

Umsjón: Sólveig Anna Jónsdóttir

Lýsing: Eftir árásirnar á tvíburaturnana haustið 2001 leið ekki á löngu þar til Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan, studd miklum fjölda viljugra þjóða. Yfirlýst markmið innrásarinnar og hernámsins var að handsama Osama Bin Laden, en einnig var rætt um önnur markmið, svo sem að aflétta kúgun kvenna af hálfu Talibana. Með þessum útvíkkuðu markmiðum varð mögulegt að höfða til breiðari hóps fólks á Vesturlöndum. Í hóp þeirra sem aðhyllast heimsvaldastefnu bættust nú femínistar og baráttufólk fyrir mannréttindum sem töluðu um „verndarskyldu“ vestursins gagnvart afgönskum konum. Þannig myndaðist öflugt bandalag sem erfitt var að mæla í móti, og náði það að móta opinbera umræðu um innrásir og hernám Bandaríkjanna, Nató og annara viljugra leikara á sviði heimsvaldastefnunnar. Þessi námsstofa hefst með því að sýnd verður hin verðlaunaða heimildamynd Afghanistan, The Price of Revenge eftir Alberto Marquardt, og að því búnu mun Sólveig Anna Jónsdóttir stýra umræðum þar sem spurningar af þessu tagi verða ræddar: Hverjar voru hinar raunverulegu ástæður fyrir innrásinni? Getur verið að hreinn hefndarþorsti hafið ráðið för? Hvað verður um almenning í Afganistan þegar hernámsliðið fer árið 2014? Hverjir högnuðust á svokölluðu uppbyggingarstarfi? Hefur staða kvenna og barna batnað? Hvernig stendur á því að Talibanar eru eins öflugir og raun ber vitni? Nú þegar friðsamlegum lausnum er hvað eftir annað hafnað á alþjóðlegum vettvangi, stríðsæsingamenn á Vesturlöndum krefjast þátttöku í enn einu stríðinu og nýr íslenskur utanríkisráherra boðar aukinn stuðning og samvinnu við NATÓ, er mikilvægt að horfa yfir farinn veg og hugleiða afleiðingar innrásarinnar í Afganistan.

SKRÁNING ÓÞÖRF! Boðun komu á Facebook-viðburð er vel þegin, en að öðru leyti er engrar skráningar krafist á náms- og aðgerðastofur RóSu2013.

Tími: Mánudagur 19. ágúst · 18:00–21:45

This entry was posted in Náms- og aðgerðastofur 2013, Róttæki sumarháskólinn 2013. Bookmark the permalink.

Comments are closed.