Niður með auðvaldið! Um andkapítalíska baráttu innan íslenska vinstrisins

Umsjón: Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson

Lýsing: Andstaða við stéttskipt auðvaldssamfélag hefur frá upphafi verið eitt af hreyfiöflum róttækrar verkalýðsbaráttu og vinstristjórnmála. Eftir áratuga ofurefli nýfrjálshyggjunnar stendur mannkynið á ný frammi fyrir versnandi arðráni og stéttakúgun, en einnig öðrum vaxandi vandamálum sem leiða af hinu stjórnlausa kapítalíska kerfi svo sem loftslagsbreytingum og auðlindaþurrð. Aðrar birtingarmyndir kúgunar á borð við heimsvaldastefnu og rasisma tengjast einnig valdaójafnvægi kapítalismans beint. Engum dylst óánægja og reiði vegna afleiðinga auðmagnskerfisins, sér í lagi í kjölfar fjármálakreppunnar. En hvers vegna hafa hvorki stjórnmálaflokkar né verkalýðshreyfing á Íslandi sett andstöðu við auðvaldskerfið á oddinn? Í þessari námsstofu er ætlunin að bjóða til umræðu um stöðu andkapítalískrar baráttu innan vinstrisins á Íslandi í dag. Sólveig og Viðar munu setja fram nokkrar mikilvægar grundvallarspurningar fyrir þá baráttu, meðal annars með hliðsjón af stórum deilumálum síðustu ára og stöðu Íslands í umheiminum. Aðaláherslan í þessari námsstofu er á virka þátttöku og umræður sem munu fara fram í minni hópum. Námsstofan verður haldin í tveimur kennslustundum, þar sem þeirri fyrri er ætlað að greina vandamál og skýra stöðuna, og þeirri seinna að fjalla um úrlausnir og verkefni framtíðar. Allir sem hafa áhuga á að hugsa um og berjast fyrir réttlátu þjóðskipulagi eru hvattir til að mæta!

SKRÁNING ÓÞÖRF! Boðun komu á Facebook-viðburð er vel þegin, en að öðru leyti er engrar skráningar krafist á náms- og aðgerðastofur RóSu2013.

Tími: Laugardagur 17. ágúst · 15:00–16:45 & sunnudagur 18. ágúst · 15:00–16:45

This entry was posted in Náms- og aðgerðastofur 2013, Róttæki sumarháskólinn 2013. Bookmark the permalink.

One Response to Niður með auðvaldið! Um andkapítalíska baráttu innan íslenska vinstrisins

  1. Pingback: Nei hæ! Sólveig Anna Jónsdóttir | Róttæki sumarháskólinn