Nei hæ! Andri Þorvaldsson

Hinn líflegi spurningaleikur „Nei hæ!“ heldur áfram. Að þessu sinni er það Andri Þorvaldsson sem situr fyrir svörum. Hann er, ásamt Hlöðveri Sigurðssyni, umsjónarmaður aðgerðastofunnar sem nefnist Gegn kapítalisma og ríkisvaldi: Anarkó-kommúnismi og stofnun vefrits.

Nafn, aldur, búseta …

„Andri Þorvaldsson. 27. Höfn.“

Hvaða aktívisti eða hugsuður úr fortíðinni veitir þér innblástur?

„Það hafa margir veitt mér innblástur en ætli það sé ekki helst Che Guevara, Pétur Kropotkín og frá Íslandi Gestur Pálsson.“

Er einhver nýlegur atburður úr fréttum eða umræðunni, sem fengu þig til að hugsa sérlega sterkt um nauðsyn róttækra breytinga?

„Ef ég ætti að nefna einn stakan atburð þá væri það fellibylurinn Sandy hafði mjög stór áhrif á mig. Í kjölfarið fór ég að skoða loftslagbreytingar af mikilli alvöru. Það er sláandi þörf fyrir róttækar breytingar. En ekki löngu fyrir það þá þurfti ég að breyta viðhorfum mínum all hressilega eftir að hafa horft uppá svik þess þingflokks sem ég hafði unnið fyrir, Vinstri græn. Þá sem betur fer kom Occupy Wall Street og skömmu eftir Occupy Reykjavík til sögunnar, þar sem ég kynntist fullt af frábæru svipað þenkjandi fólki og hljólin fóru að rúlla.“

Fyrir hverja er námsstofan/aðgerðastofan sem þú ætlar halda í RóSu í sumar?

„Aðgerðastofan er fyrir þá sem vilja koma á fót málgagni til breiða út málstað anarkismans á Íslandi og veita beitta samfélagsgagnrýni. Einnig er hún fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér hugmyndafræðina og af hverju við teljum hana eiga erindi við landsmenn.“

Hvað spurningu myndir þú vilja leggja fyrir tilvonandi samkennara þinn, Svandísi Önnu Sigurðardóttur?

„Ef þú værir ekki að fjalla um gleðigönguna, hvað myndir þú þá vilja fjalla um?“

This entry was posted in Nei hæ! – Umsjónarfólk 2013 kynnir sig, Róttæki sumarháskólinn 2013. Bookmark the permalink.