Gagnrýni Marx og Engels á kapítalískt hagkerfi

Umsjón: Viðar Þorsteinsson

Lýsing: Í námsstofunni verður gerð grein fyrir helstu atriðunum í gagnrýni Karls Marx og Friedrichs Engels á kapítalískt hagkerfi. Fjallað verður um hugtök eins og söguleg efnishyggja, skiptagildi, notagildi, arðrán og stéttabarátta. Reynt verður að sýna fram á hvernig þessi hugtök geta gagnast við að skilja efnahagskreppur og samfélagsátök í samtímanum. Þá verður fjallað um hugmyndir Marx um verkalýðsbaráttu og kommúnisma, og stiklað á stóru um hvernig þeim hugmyndum hefur reitt af í gegnum stormasama sögu sósíalisma og vinstrisinnaðrar þjóðfélagsbaráttu síðastliðin 150 ár. Einkum verður vísað í ritin Auðmagnið og Kommúnistaávarpið.

Tími: Miðvikudagur 17. ágúst, 21:00-22:20

Námsstofa númer 0401

Skráning: sumarhaskolinn@gmail.com

This entry was posted in Námsstofur 2011, Róttæki sumarháskólinn 2011. Bookmark the permalink.

Comments are closed.