Marxismi og sálgreining

Umsjón: Björn Þorsteinsson

Lýsing: Í þessari námssofu verður fjallað um framhaldslíf marxismans í samtímaheimspeki. Lögð verður áhersla á heimspekinga sem hafa reynt að samþætta efnishyggju marxismans við sálgreiningu Freuds og áherslu hennar á hvatalíf og formgerð mannssálarinnar. Lykilspurningin sem glímt verður við er þessi: Hvernig er andóf mögulegt í þjóðfélagi sem gefur sig út fyrir að fullnægja öllum hvötum og þörfum um leið og þær kvikna? Vísað verður í texta eftir slóvenska heimspekinginn Slavoj Zizek og frönsku hugsuðina Gilles Deleuze og Félix Guattari.

Tími: Fimmtudagur 18. ágúst, 19:30-20:50

Námsstofa númer 0402

Skráning: sumarhaskolinn@gmail.com

This entry was posted in Námsstofur 2011, Róttæki sumarháskólinn 2011. Bookmark the permalink.

Comments are closed.