RóSu2013 fer frábærlega af stað

Líflegar umræður á námsstofu Nicks Robinson, „Radicalizing Food and Farming in Iceland“ miðvikudagskvöldið 14. ágúst.

– dúndurmæting og líflegar umræður á fyrsta degi dagskrárinnar

Um 50 manns mættu á námsstofu Nicks Robinsson um róttæknivæðingu matvælaframleiðslu á Íslandi, og um 40 manns á námsstofu Kristins Más Ársælssonar um lýðræðislega stjórn fyrirtækja og hagkerfisins í heild.

Umræður voru líflegar á báðum námsstofum. Í námsstofu Nicks voru myndaðir sérstakir umræðuhópar og hafa þegar komið fram óskir um áframhaldandi úrvinnslu á hugmyndum sem þar komu fram. Fjölmiðlar hafa sýnt báðum námsstofum nokkra athygli, en bæði Víðsjá og útvarpsþátturinn Harmageddon hafa sagt frá þeim og tekið viðtöl við umsjónarmennina.

Það er því óhætt að segja að Róttæki sumarháskólinn fari vel af stað þetta sumarið. Þétt dagskrá er framundan í kvöld, um helgina, og fram á þriðjudag. Öll dagskrá er ókeypis, öllum opin, og krefst engrar skráningar. Sjáumst í ReykjavíkurAkademíunni (JL-húsinu, Hringbraut 121, 4. hæð)!

This entry was posted in Róttæki sumarháskólinn 2013. Bookmark the permalink.

Comments are closed.